Hagnaður Samkaupa eykst um 150%

Frá versluninni Samkaupum strax í Búðakór í Kópavogi.
Frá versluninni Samkaupum strax í Búðakór í Kópavogi. mbl.is/Ómar

Velta Samkaupa og dótturfélagsins Búrs jókst um tæp 10% milli ára og var 22,7 milljarðar í fyrra. Þá var hagnaður félagsins eftir skatta 340 milljónir og jókst um 150% frá því árið á undan þegar hann var um 137 milljónir. Þetta kemur fram ársuppgjöri Samkaupa.

Samtals rekur verslunarkeðjan 47 verslanir undir merkjum Nettó, Kaskó, Samkaup úrval og Samkaup strax. Hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA hagnaður) var 871 milljón, en það er aukning um tæplega 300 milljónir frá fyrra ári. Eignir félagsins voru metnar á 6,3 milljarða og eigið fé var 1,6 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK