Varar við efnahag Spánar og Slóveníu

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.
Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varaði við því í dag að ríkisstjórnir Spánar og Slóveníu yrðu að hafa hraðar hendur við að taka á miklu ójafnvægi í efnahagsmálum ríkjanna.

Fram kemur í frétt AFP að spænsk og slóvensk stjórnvöld fái einungis nokkrar vikur til þess að sýna fram á að þau geti komið á þeim umbótum sem nauðsynlegar séu að mati framkvæmdastjórnarinnar.

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar þurft að koma spænska bankakerfinu til bjargar og talið er líklegt að Slóvenía sé næsta evruríki sem leita þurfi á náðir þeirra vegna skuldamála sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK