„Við þurfum ekki evruna til þess“

Wikipedia

„Hol­land verður að yf­ir­gefa evr­una eins fljótt og auðið er,“ seg­ir Frits Bol­ke­stein, fyrr­ver­andi yf­ir­maður innri­markaðsmá­la í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, í sam­tali við hol­lenska dag­blaðið Al­gemeen Dag­blad og bæt­ir því við að evr­ópska mynt­banda­lagið hafi al­ger­lega mis­heppn­ast.

Bol­ke­stein seg­ir að evr­an hafi virkað eins og svefn­lyf og stuðlað að því að Evr­ópu­sam­bandið hafi sofnað á verðinum í stað þess að hugsa um að auka sam­keppn­is­hæfni sam­bands­ins. Hann seg­ir að leggja eigi evr­una niður og þess í stað leggja áherslu á að styrkja innri markað sam­bands­ins. „Við þurf­um ekki evr­una til þess.“ Bol­ke­stein tel­ur að í stað evru­svæðis­ins ætti að koma á mynt­bandalgi sterk­ustu hag­kerfa Evr­ópu­samabnds­ins.

Bol­ke­stein sat í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins frá 1999 til 2004 en áður hafði hann meðal ann­ars setið á hol­lenska þing­inu fyr­ir hægri­flokk­inn VVD auk þess sem hann gegndi um tíma embætt­um varn­ar­málaráðherra og aðstoðarefna­hags­ráðherra Hol­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK