Hagstofa Grikklands greindi frá því í gær að atvinnuleysi í Grikklandi í janúar hefði verið 27,2% samanborið við 21,5% á sama tíma fyrir ári. Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að 34% atvinnuleysi hafi hins vegar verið í aldurshópnum 25-34 ára.
Ennfremur er haft eftir hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, að fasteignaverð á Spáni hafi lækkað um 12,8% á fjórða fjórðungi síðasta árs samanborið við sama tímabil árið á undan.
Fram kemur að um sé að ræða mestu lækkun fasteignaverðs í ríkjum sambandsins en á sama tíma lækkaði fasteignaverð í Rúmeníu um 9,1% og í Slóveníu um 8,8%. Mest aukning varð hins vegar í Lettlandi.