Frostkaldar nætur í efnahagslífinu

Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar
Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar AFP

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár vegna efnahagsástandsins í heiminum en áhrif kreppunnar hafa reynst meiri á Svíþjóð en áður var talið, að sögn fjármálaráðherra Svíþjóðar Anders Borg. Varar hann við frostköldum nóttum í efnahagslífi landsins.

Spáir fjármálaráðuneytið 2,2% hagvexti á næsta ári en fyrri spá ráðuneytisins hljóðaði upp á 3% hagvöxt á næsta ári. Í ár er spáð 1,2% hagvexti í Svíþjóð en fyrri spá hljóðaði upp á 1,1% hagvöxt. Árið 2015 er hins vegar spáð 3,6% hagvexti sem er í samræmi við fyrri spá.

„Það er mikill mótvindur frá efnahagskerfi heimsins sem hamlar batanum í Svíþjóð,“ sagði Borg á fundi með blaðamönnum í morgun.

Í ár er spáð 8,3% atvinnuleysi í Svíþjóð, 8,4% á næsta ári en 8,1% árið 2015. Í febrúar mældist atvinnuleysið 8,2% í Svíþjóð.

Erica Blomgren, sérfræðingur hjá SEB bankanum, segir að spá fjármálaráðuneytisins frá því í haust hafi verið allt of bjartsýn og að nýja spáin sé meira í takt við raunveruleikann.

Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hét því í ræðu á föstudag að ef flokkurinn hefði betur í þingkosningunum í september 2014 þá yrði það eitt helsta markmiðið að ná atvinnuleysi niður í 4,7% árið 2020. Hann segir að hægri stjórninni hafi mistekist í baráttunni gegn atvinnuleysi en atvinnuleysi er meira í Svíþjóð heldur en í mörgum þeim löndum sem Svíþjóð ber sig saman við. Nefndi hann lönd eins og Austurríki, Belgíu, Finnland og Holland.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK