Fjármálaeftirlitið hefur sent tilmæli til lánastofnana, slitastjórna fjármálafyrirtækja og dótturfélaga þeirra. Tilefnið er endurreikningur, í annað sinn, á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla. Lánastofnanir munu að undanförnu hafa sent hluta lántakenda bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán. Þau muni því ekki verða endurreiknuð frekar.
Fjármálaeftirlitið beinir því til lánastofnanana að þær sendi lántakendum sem þær telja að séu með lögleg erlend lán bréf þar sem rökstutt er á hvaða forsendum sú niðurstaða sé byggð að lán þeirra séu lögleg. Vill Fjármálaeftirlitið að þar sé vísað til dómafordæma og með hvaða hætti hlutaðeigandi lán heyri undir hlutaðeigandi fordæmi. Fjármálaeftirlitið mælist einnig til þess að í bréfinu komi fram upplýsingar um þau úrræði sem viðskiptavinir geti gripið til vilji þeir una ekki niðurstöðu fyrirtækisins.
Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir:
„í kjölfar hæstaréttardóma nr. 600/2011 og 464/2012 hafa lánastofnanir og tiltekin fjármálafyrirtæki sem stýrt er af slitastjórn og dótturfélaga þeirra sem halda utan um eignir þeirra (eftirleiðis nefndar lánastofnanir) hafið endurútreikning öðru sinni á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla en fyrri endurútreikningur byggðist á lögum nr. 151/2010 sem breyttu m.a. lögum nr. 3812001 um vexti og verðtryggingu.
Af dómaframkvæmd er ljóst að sum þeirra lána sem tengd eru við gengi erlendra gjaldmiðla teljast lögleg erlend lán sbr. m.a. hæstaréttardóma nr. 524/2011 og 332/2012.
Fjármálaeftirlitinu hafa borist ábendingar þess efnis að lánastofnanir hafi undanfarið sent lántökum bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán og muni ekki verða endurreiknuð frekar en gert var á grundvelli laga nr. 151/2010.
í þessu samhengi beinir Fjármálaeftirlitið því til lánastofnana, sem hafa komist að þeirri
niðurstöðu við hinn síðari endurútreikning að lán tiltekinna viðskiptavina teljist lögmæt erlend lán, að grípa til eftirfarandi viðbragða: