Eðlilegt eftirlit ekki til staðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Fullyrt er að engin ríkisábyrgð sé á þessu en eftir þessa breytingu er bankinn í raun í fullri eigu ríkisins sem þýðir einfaldlega að ef eitthvað fer úrskeiðis í þessum efnum kemur það niður á skattgreiðendum með einum eða öðrum hætti.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en fundað var í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um endanlegt uppgjör á milli gamla og nýja Landsbankans að ósk hans og Péturs H. Blöndal sem einnig situr á þingi fyrir sjálfstæðismenn. Gagnrýni hefur meðal annars komið fram á að virði Landsbankans og eigna hans hafi verið metið of hátt í tengslum við uppgjörið.

Guðlaugur Þór minnir á að nýja skuldabréfið sem uppgjörið byggir á hljóði upp á 92 milljarða króna en fyrir liggi að lengja þurfi í bæði fyrra skuldabréfinu sem nýi Landsbankinn gaf út til gamla bankans og nýja bréfinu enda ekki hægt að standa við greiðsluskilamála þess að öðrum kosti. „Þarna er þannig um að ræða samkomulag um skuldabréf sem ekki er hægt að standa við.“

Ennfremur gagnrýnir hann harðlega að verið sé að ganga frá samkomulagi um uppgjör á milli bankanna þar sem svo gríðarlegir hagsmunir séu í húfi í skugga kosninganna þegar Alþingi er ekki að störfum og þannig ekki í aðstöðu til þess að sinna því eftirliti sem því sé ætlað í málum sem þessu.

„Ég er ekki að ætla mönnum neitt í þessu en það er hins vegar ljóst að eðlilegt eftirlit af hálfu þingsins er ekki til staðar enda Alþingi ekki starfandi og þingmenn úti um allar trissur í kosningabaráttu. Fundurinn í efnahags- og viðskipta í dag var aðeins haldinn vegna þess að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins fórum fram á það,“ segir hann.

mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK