Fótanuddtæki, deCode og nú Framsókn

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert

„Hluthafarnir hafa einn dag á ári þar sem þeir geta haft afgerandi áhrif. Þetta fellur í okkar skaut vegna þessa lands jafnan á fjögurra ára fresti að taka mikilvægar ákvarðanir.“ Þetta sagði Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka á fundi greiningardeildar bankans í morgun þar sem ný hagspá bankans var kynnt. 

Sagði hann upplýsta umræða vera forsendu góðrar ákvörðunartöku og að skortur á slíku gæti leitt til hjarðhegðunar. „Ef fólk hefur ekki nægar upplýsingar þá er einfalda leiðin að gera eins og næsti maður. Við þekkjum mörg dæmi um það. Við keyptum öll fótanuddtæki og svo keyptum við öll hlutabréf í deCode og núna ætlum við öll að kjósa Framsóknarflokkinn,“ sagði Höskuldur í léttum tón.

Það sem allir sækjast eftir eru góð lífsgæði að sögn Höskuldar, en hann sagði þau vera metin mismunandi milli landa. Sagðist hann til dæmis telja hátt atvinnustig hér á landi  vera góð lífsgæði. Til þess að viðhalda þeim þyrfti aftur á móti atvinnulífið að vera öflugt og í dag væri langt í land með að byggja aftur upp trúverðugt atvinnulíf eftir efnahagshrunið.

Sagði Höskuldur kosningabaráttuna sjaldan hafa verið óræðari þar sem ýmsu væri lofað og margar uppskriftir að því hvernig best væri að haga málum. Aðal atriðið væri aftur á móti að byggja upp pólitískan stöðugleika og auka tiltrú á atvinnulífinu, hver sem leið yrði sem valin væri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK