„Ég byrjaði nú bara einn í bílskúrnum og svo hefur þetta smám saman undið upp á sig og fjölgað vörunum og viðskiptavinum.“ Þetta segir Helgi Hjálmarsson, forstjóri og stofnandi Völku, sem vann til Nýsköpunarverðlaunanna 2013. Fyrirtækið þróar og framleiðir tæki til fiskvinnslu, auk þess að gera hugbúnaðarvörur sem tengjast framleiðslukerfum fyrir fisk.
Meðal þeirra lausna sem fyrirtækið hefur komið með á markað er röntgenstýrð beinaskurðavél sem Helgi segir að verði væntanlega komin í notkun hjá flestum fiskvinnsluhúsum eftir 5 til 10 ár.
Frétt mbl.is: Valka fær Nýsköpunarverðlaunin 2013