Laun bankastjóra séu samkeppnishæf

mbl.is/Hjörtur

Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans hf. sem fram fór í gær tillaga bankaráðs um að starfskjör bankastjóra og helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamarkaði en þó ekki leiðandi. Breyting á samþykktum var sömuleiðis samþykkt þess efnis að bankaráð Landsbankans verði eftirleiðis skipað sjö mönnum og tveimur til vara í stað fimm aðalmanna og fimm til vara eins og verið hefur.

Tillaga bankaráðs um að greiða hluthöfum arð sem nemur 0,42 krónum á hlut vegna síðasta árs, eða sem nemur 39% af hagnaði, var að sama skapi en eins og mbl.is fjallaði um í gær nemur arðgreiðslan tæplega 10 milljörðum króna.

Þá var samþykkt tillaga að nýju bankaráði en það skipa Tryggvi Pálsson, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Þórdís Ingadóttir. Varamenn eru Helga Loftsdóttir og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Tryggvi var kjörinn nýr formaður og tók við af Gunnari Helga Hálfdanarsyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK