Stefnir í frekari samdrátt ríkisútgjalda

Hagfræðideild Landsbankans segir að með áframhaldandi hagvaxtarstigi stefni í aukinn …
Hagfræðideild Landsbankans segir að með áframhaldandi hagvaxtarstigi stefni í aukinn samdrátt ríkisútgjalda. mbl.is/Ernir

Ótrúlega lítil umræða hefur verið um stöðu ríkisfjármála í kosningabaráttunni. Ríkisstjórnin hefur allt síðasta ár bent á góðan árangur sinn við stjórn ríkisfjármála, en svo virðist sem stjórnarandstaðan sjái sér ekki lengur hag í því að hafa uppi hefðbundin mótmæli gegn þeim málflutningi. Það ríkir því eins konar þegjandi samkomulag meðal stjórnmálamanna að minnast sem minnst á ríkisfjármál, enda mörg loforð uppi sem ríkissjóði er ætlað að standa undir.

Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans, en þar segir að allt bendi til þess að nauðsyn sé á áframhaldandi aðhaldi í fjármálum. Þar sem enginn flokkur tali fyrir hækkun skatta þurfi því að horfa á frekari samdrátt í útgjöldum.

Tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árin 2013–2016 byggði á þremur meginstoðum. Í fyrsta lagi fyrirliggjandi upplýsingum um þróun skattstofna og breytingar á skattkerfinu miðað við stöðuna sumarið 2012, í öðru lagi á þjóðhagsspá Hagstofunnar frá júlí 2012 og í þriðja lagi á áformum stjórnvalda um sérstakar tekjuöflunaraðgerðir á næstu árum segir í hagspánni. Þetta hafi verið byggt á bjartsýni, enda sé niðurstaðan nú að hagvöxturinn sé mun minni en áætlað var.

Skuldir ríkisins gætu farið vaxandi á næstu árum

Hagvöxturinn var 2,9% á árinu 2011 og gert var ráð fyrir að hann yrði 2,8% árið 2012 og héldist stöðugur út spátímann sem nær til ársins 2017. Nú eru komnar tölur fyrir árið 2012 sem sýna að landsframleiðslan nam um 1.708 milljarða og jókst um 1,6% í stað þeirra 2,8% sem reiknað var með í forsendum fjárlaga. Tekjuaukinn á árinu 2012 var 
því töluvert minni en reiknað var með, þannig má ætla að einkaneyslan hafi verið rúmum 4 milljörðum minni en ætlað var og landsframleiðslan um 16 milljörðum minni.

Segir hagfræðideildin að sú staða sem blasi við fjárahagsstöðu ríkisins segir okkur tímabili aðhalds sé langt frá því lokið. Ríkissjóður sé enn í þeirri stöðu að um 15% tekna sé varið í vaxtagreiðslur. Gerir deildin ráð fyrir að með áframhaldandi hagvaxtartölum og komið hafa í ljós upp á síðkastið sé nær að horfa til þess að skuldir ríkisins fari vaxandi á næstu árum í stað þess að dragi úr þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK