Ekki krafa Þýskalands heldur Evrópu

Wolfgang Schaeuble ásamt Angelu Merkel kanslara Þýskalands.
Wolfgang Schaeuble ásamt Angelu Merkel kanslara Þýskalands. AFP

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, segir að krafan um að evru-ríkin dragi úr skuldahallanum sé krafa Evrópu sjálfrar ekki Þýskalands. Sú krafa verður sífellt háværari meðal evru-ríkja að stjórnvöld í Þýskalandi dragi úr kröfunni um niðurskurð og frekar sé horft til að auka hagvöxt.

Sagði hann á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í dag að enginn ætti að velkjast í vafa um að nauðsynlegt sé að draga úr skuldum ríkja. Þar standi ríkin saman af heilum hug.

Schaeuble varar við óraunhæfum væntingum um hagvöxt í ríkjum Evrópusambandsins þar sem djúp efnahagslægð ríkir. Evrópa verður ekki í forystu hvað varðar hagvöxt, segir hann. Hann spáir því að hagvöxturinn verði 1-1,5% í Evrópu í framtíðinni. Vöxturinn sé ekki nægur þessi misserin er efnahagsástandið sé samt á réttri leið og dregið hafi úr vantrú á evrunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK