„Breytum aldrei skít í gull“

„Það sem stendur upp úr er aukin nýting og hvað við höfum verið samstíga í sjávarútvegi og tæknin byggist á tækniþekkingu og það sem stendur mest upp úr er að breyta sjávarútvegi í hátækniiðnað.“ Þetta segir Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís, en hann hlaut viðurkenningu samstarfsvettvangs fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans fyrir framlag sitt til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi.

Í samtali við mbl.is leggur hann mikla áherslu á mikilvægi þess að ná að auka verðmæti afurða, en eitt af því sem hann segir skipta höfuðmáli er að hugað sé að meðferð fiskiafurðanna allan tímann svo þær skili sér vel til neytenda. Í því samhengi segir hann að í gegnum tíðina hafi hann oft haft þau einkunnarorð að ekki sé hægt að breyta skít í gull og því þurfi afurðin að vera góð allan tímann, ekki sé hægt að bæta hana eftir á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK