Sykurskatturinn flókinn og gæti mismunað

Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins segir sykurskattinn sé flókinn og geti …
Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins segir sykurskattinn sé flókinn og geti leitt til mismununar. Ómar Óskarsson

Starfshópur sem Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði um skattamál fyrirtækja, hefur skilað áfangaskýrslu. Hlutverk hópsins er að leita leiða til einföldunar í skattframkvæmd gagnvart fyrirtækjum og sníða af mögulega vankanta í framkvæmd en hvorki að auka verulega né draga úr tekjum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Meðal hugmynda sem hópurinn leggur til að verði skoðaðar er samræmd framkvæmd vegna fjármagnstekjuskatts, samsköttun félaga, ívilnanir nýsköpunarfyrirtækja, samræmingu í innheimtu skatta, skilgreiningar á ýmsum grunnhugtökum, einföldun og samræming á virðisaukaskatti, endurskoðun á vörugjöldum og endurskoðun á reglum um gengishagnað og gengistap. Þá er lagt til að stofnaður verði formlegur samráðsvettvangur um skattamál atvinnulífsins.

Leggur hópurinn til fækkun þrepa og fækkun undanþága í virðisaukaskattskerfinu. Þá er bent á að vörugjöld og sykurskattur séu flókin og skapi ákveðna hættu á mismunun. Telur hópurinn því að kanna eigi til hlítar hvort finna megi einfaldari leið til að ná markmiðum þessarar skattlagningar. 

Svipað er upp á teningnum þegar kemur að tvítollun sem á sér stað á fatnað. „Fyrir liggur að vörur fluttar frá ríkjunum utan EES gegnum milliliði í aðildarríkjum ESB fá á sig tvöfaldan toll, þ.e. fyrst inn á ESB svæðið og síðan aftur við innflutning til Íslands. Þetta á einkum við um fatnað sem kemur frá Asíu,“ segir í skýrslunni og leggur hópurinn til að hægt sé að finna laust á vandamálinu í samstarfi við Norðmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK