Ef marka má nýbirtan lista yfir heimsins ríkustu menn, er Sao Paulo í Brasilíu í 9. sæti yfir þær borgir sem telja flesta milljónamæringa.
Listinn, World Wealth Report 2013, var tekinn saman af fasteignasölunni Knight Frank sem sér um kaup og sölu á lúxusheimilum um allan heim.
En hvað er að gerast í Sao Paulo? Hvers vegna búa svo margir auðugir menn í landi sem er meðal fátækari ríkja heims?
Cozeta Gomes er 41 árs og á 8 fyrirtæki. Hún ferðast með þyrlu um stórborgina Sao Paulo. Hún segist ekki skammast sín fyrir auðæfi sín. Hún hafi komist áfram á eigin verðleikum og telur sig fyrirmynd annarra kvenna í viðskiptalífinu.