Stjórnvöld á Spáni gera ráð fyrir að hagkerfi landsins dragist saman um 1,3% á þessu ári en samkvæmt síðustu spá þeirra var búist við samdrætti upp á 0,5%.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að spænsk stjórnvöld vonist til þess að ná fjárlagahalla landsins niður fyrir 3% árið 2016 en það er hámarksleyfilegur fjárlagahalli samkvæmt reglum evrusvæðisins.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt að þetta markmið sé í samræmi við mat hennar á getu Spánar til þess að koma fjárlagahallanum í ásættanlegan farveg.