Gengi krónunnar hefur styrkst um 11% frá upphafi árs, en þrátt fyrir það sjást lítil merki um að styrkingin skili sér í verð innfluttra vara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ, en þar er bent á að innfluttar vörur hafi frá áramótum hækkað um 2,5%.
Samkvæmt ASÍ hafa innfluttar mat- og drykkjarvörur (að grænmeti undanskyldu) hækkað um 0,8% á þessu tímabili, verð nýjum bílum er nánast hið saman og bílavarahlutir hafa hækka um 2,6%.
Segja samtökin að þessi þróun verki upp spurningar um hvað orðið hafi um fyrirheit um aðhald í verðlagsmálum sem samstaða var um við endurskoðun kjarasamninga í upphafi árs.