Enn eitt atvinnuleysismetið á evrusvæðinu

Atvinnuleysi hefur hækkað á evrusvæðinu, meðal annars á Kýpur þar …
Atvinnuleysi hefur hækkað á evrusvæðinu, meðal annars á Kýpur þar sem farið hefur verið í miklar aðhaldsaðgerðir. AFP

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast og nýtt met var slegið í mars þegar meira en 19 milljónir voru án atvinnu á svæðinu. Alls bættust 62 þúsund manns við atvinnuleysisröðina í mánuðinum og hækkaði hlutfall atvinnulausra 23. mánuðinn í röð. Stendur það nú í 12,1%.

Einn af hverjum fjórum sem er undir 25 ára aldri er án atvinnu á svæðinu og næstum tveir af hverjum þremur á Spáni og Grikklandi. Hefur ástandið ýtt undir gagnrýnisraddir sem vilja fara aðrar leiðir en aðhaldsaðgerðirnar sem Þýskaland hefur talað fyrir. 

Enrico Letta, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sagði meðal annars að aðhaldsaðgerðirnar væru að drepa Ítalíu og að hagvaxtaaðgerðir gætu ekki beðið.

Þegar horft er á öll Evrópusambandslöndin 27, þá er heildarfjöldi atvinnulausra 26,5 milljónir, eða um 10,9%. Atvinnuleysi meðal einstaklinga undir 25 ára er í sambandinu öllu 23,5% og hefur hækkað um eitt prósentustig milli ára.

Til samanburðar er atvinnuleysi í Bandaríkjunum 7,6% og í Japan er hlutfallið 4,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK