Skuldalækkun kallar á miklar mótvægisaðgerðir

IFS segir að ef fasteignaskuldir verði lækkaðar um 200 milljarða …
IFS segir að ef fasteignaskuldir verði lækkaðar um 200 milljarða sé hætta á stýrivaxtahækkunum ef efnahagslífinu „verður ekki stýrt með styrkri hendi í höfn með fjárlagapólitískum mótvægisaðgerðum“. mbl.is/Golli

Takist íslenskum stjórnvöldum að komast yfir krónueignir erlendra kröfuhafa með verulegum afslætti – og þær nýttar til að lækka skuldir heimila og ríkisins um hundruð milljarða króna – þá myndi það styðja mjög við innlendar hagvaxtarhorfur.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að verulegar líkur eru á því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs myndi hækka í kjölfarið um nokkra flokka og aðgengi að erlendum lánamörkuðum opnast á viðráðanlega kjörum. Mikilvægri hindrun í átt að afnámi fjármagnshafta væri þá rutt úr vegi.

Þetta segir í nýrri greiningu ráðgjafarfyrirtækisins IFS þar sem rýnt er í mögulegar sviðsmyndir náist töluverð niðurskrift á krónueignum erlendra kröfuhafa – hugsanlega allt að 75% – en að mati IFS eru þær krónueignir á bilinu 800 til 1.000 milljarðar króna. Hins vegar er á það bent í greiningunni að hætta yrði á þenslueinkennum sem þyrfti að bregðast við með umtalsverðum stýrivaxtahækkunum ef efnahagslífinu „verður ekki stýrt með styrkri hendi í höfn með fjárlagapólitískum mótvægisaðgerðum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka