Slóvenía í ruslflokk

Moody's
Moody's AFP

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Slóveníu um tvo flokka, úr Ba1 í Baa2 eða svonefndan ruslflokk. Matsfyrirtækið telur neikvæðar horfur í Slóveníu og telur að það verði jafnvel næsta evruríki sem leita þurfi á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna skuldamála sinna.

Stutt er síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varaði við því í dag að ríkisstjórn Slóveníu yrði að hafa hraðar hendur við að taka á miklu ójafnvægi í efnahagsmálum ríkisins. Þá sagði framkvæmdastjórnin að ríkisstjórnin fengi aðeins nokkrar vikur til að sýna fram á að hún geti komið á þeim umbótum sem nauðsynlegar eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK