Erlendir kröfuhafar opnir fyrir viðræðum

Kröfuhafar gömlu bankanna eru opnir fyrir viðræðum við stjórnvöld eftir …
Kröfuhafar gömlu bankanna eru opnir fyrir viðræðum við stjórnvöld eftir kosningarnar. Ómar Óskarsson

Erlendir kröfuhafar eru opnir fyrir því að hefja viðræður við ný stjórnvöld hér á landi og búa sig undir mikið tap. Þetta kemur fram í frétt Financial Times, en þar er haft eftir einstaklingi sem er nákominn kröfuhöfunum að þeir séu skipulagðir og að það sé mjög líklegt að samningaviðræður muni hefjast fljótlega við stjórnvöld. Segir hann að augu alþjóða fjármálakerfisins muni hvíla á viðræðunum.

Í grein Financial Times er einnig rætt um loforð Framsóknarflokksins um leiðréttingu skulda og kostnaðinn vegna þeirra. Þá er einnig sagt frá því að hér hafi komið upp umræður um minnihlutastjórn sem væri leidd af Framsóknarflokknum. Þá er einnig vitnað í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Framsóknarflokksins, sem blaðið hafði eftir honum fyrir kosningar. Þar sagði Sigmundur að leiðrétting skulda væri skynsöm og ekki eins öfgafull og aðgerðir Evrópusambandsins á Kýpur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK