Óvönduð útlán í íslensku bankakerfi

„Ég furða mig á því hversu miklu púðri hinir flokkarnir eyddu í að gagnrýna tillögur framsóknarmanna. Ég er ekki sammála öllu sem Framsókn lagði til, en þeir í það minnsta komu með hugmyndir um það sem þeir ætluðu að gera.“ Þetta segir Már Wolfgang Mixa, fjármálasérfræðingur og doktorsnemi í hagfræði við Háskóla Reykjavíkur.

Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má ræðir hann um loforð stjórnmálaflokkanna sem tengdust fjármálum, en hann segist meðal annars ekki sjá neitt því til fyrirstöðu málefnalega að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn geti unnið saman með því að samtvinna bæði skuldaniðurfærslu Framsóknar og hvetja til sparnaðar með hugmyndum Sjálfstæðisflokksins til handa fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð.

Hærri vextir vegna óvandaðra útlána

Kemur hann inn á umræðu um gjaldmiðlamálin og segir að gjaldmiðillinn sé ekki eina ástæðan fyrir hærri vöxtum hér á landi. Nefnir hann meðal annars óvönduð útlán hér sem leiði til hærri vaxta almennt. „Íslenskt bankakerfi hefur í gegnum tíðina verið að lána með ekki nægjanlega vönduðum hætti þannig að það hefur þurft að afskrifa hluta útlána. Hverjir sjá um að borga þær afskriftir? Jú það eru auðvitað þeir sem borga lánin skilvísilega. Ef það er afskrifað mikið kemur það fram í hærri raunvöxtum,“ segir Már.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka