Samdrætti spáð á evrusvæðinu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reiknar með því að efnahagslíf evrusvæðisins muni dragast saman um 0,4% á þessu ári. Þetta kom fram í máli Olli Rehn, yfirmanns peningamála í framkvæmdastjórn ESB, á blaðamannafundi í dag.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að gert sé ráð fyrir hagvexti á næsta ári upp á 1,2% sem er minna en framkvæmdastjórnin hafði áður spáð.

Rehn sagði ennfremur að skuldsetning ríkja evrusvæðisins myndi hækka í 96% af landsframleiðslu á þessu ári.

Olli Rehn, yfirmaður peningamála í framkvæmdastjórn ESB.
Olli Rehn, yfirmaður peningamála í framkvæmdastjórn ESB. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK