Jákvæð teikn á lofti í Grikklandi

Það hefur ekki verið mikið um jákvæðar fréttir af efnahagsmálum …
Það hefur ekki verið mikið um jákvæðar fréttir af efnahagsmálum á Grikklandi í seinni tíð. LOUISA GOULIAMAKI

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að framfarir hafi átt sér stað í efnahagslífi Grikklands, en stjórnvöld landsins verði að gera meira til að koma í veg fyrir skattsvik.

AGS segir að frá 2010 hafi gengið einstaklega vel að draga úr halla á ríkissjóði Grikklands. Stóra vandamálið sé eftir sem áður umfangsmikil svik undan skatti.

AGS telur einnig að stjórnvöld í Aþenu mættu ganga harðar fram í því að fækka opinberum starfsmönnum. Í síðasta mánuði samþykkti gríska þingið að segja upp um 15.000 opinberum starfsmönnum. Stjórnvöld hafa hins vegar heitið því að fækka opinberum starfsmönnum um 150 þúsund á árunum 2010 til 2015. Það er um fimmtungur allra sem störfuðu hjá hinu opinbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK