Seðlabanki Íslands heldur gjaldeyrisútboð 11. júní nk, en útboðin eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum. Viðskiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.
Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum, að því er segir í tilkynningu frá SÍ.