1,5 milljarða hækkun á rúmum klukkutíma

Tryggingamiðstöðin
Tryggingamiðstöðin Eggert Jóhannesson

Þátttakendur í hlutafjárútboði Tryggingamiðstöðvarinnar hafa á rúmlega einum og hálfum klukkutíma hagnast um rúmlega 1,5 milljarð miðað við hækkanir sem hafa verið á bréfum félagsins það sem af er morgni. 

Bréf félagsins voru seld á genginu 20,1 í útboðinu, en eftir um 800 milljóna viðskipti í Kauphöllinni í morgun er gengið komið upp í 26,8. Hæst fór það í 27,3 kringum 10 leitið. Hækkunin nemur um 34% og miðað við markaðsgengið þessa stundina er hagnaður þeirra sem keyptu í félaginu rúmlega 1,5 milljarður. 

Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærsti hluthafi í félaginu eftir hlutafjárútboðið með um 9,9% eignarhlut. Miðað við hækkunina í dag hefur verðmæti þess hlutar aukist um rúmlega hálfan milljarð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK