Höft verða áfram á millifærslum og úttektum á Kýpur þar til þarlend stjórnvöld telja hættu á bankaáhlaupum ekki lengur fyrir hendi. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá kýpverska seðlabankanum í gær.
Fram kemur á frétt AP-fréttaveitunnar að seðlabankastjóri Kýpur, Panicos Demetriades, hafi sagt af því tilefni að hann vildi afnema höftin sem allra fyrst en fyrst yrði að sjá til þess að traust í bankastofnunum eyríkisins hefði verið endurheimt nægjanlega mikið.