Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað hressilega í dag í kjölfar styrkingar Bandaríkjadals gagnvart japanska jeninu. Hefur Bandaríkjadalur ekki verið hærri gagnvart jeni í fjögur ár.
Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júní hefur lækkað um 1,42 Bandaríkjadali í dag og er 103,05 dalir tunnan.
Í New York hefur verð á West Texas Intermediate (WTI) hráolíu lækkað um 1,55 dali og er 94,84 dalir tunnan.