Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið 2012, sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8. maí.
Seltjarnarnesbær lækkaði útsvar 1. janúar 2013 og er nú álagningarprósentan 13,66%.
Í ársreikningum kemur m.a. fram að langtímaskuldir bæjarins eru 263 milljónir króna, samkvæmt fréttatilkynningu sem sveitarfélagið hefur sent á fjölmiðla, en ársreikninginn má væntanlega nálgast á vef þess.
Um 300 milljónum var varið í framkvæmdir á árinu 2012. Stærsta einstaka framkvæmdin voru gatnaframkvæmdir fyrir rúmar 117 mkr. Bókfært verð eigna eru rúmir 5 milljarðar.