Fær ekki heimild til að hraða útgreiðslum til kröfuhafa

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Slita­stjórn gamla Lands­bank­ans (LBI) hef­ur farið þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann veiti LBI und­anþágu­heim­ild frá lög­um um gjald­eyr­is­mál svo hægt sé að greiða út til for­gangs­kröfu­hafa yfir 200 millj­arða í er­lend­um gjald­eyri sem féll til eft­ir 12. mars 2012. Sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um Morg­un­blaðsins þá hef­ur Seðlabank­inn hins veg­ar ekki viljað ljá máls á því að slík und­anþága verði veitt á þess­ari stundu.

Slita­stjórn gamla Lands­bank­ans taldi ekki tíma­bært að tjá sig um málið þegar eft­ir því var leitað. Kröfu­höf­um verður gerð grein fyr­ir stöðu mála á kröfu­hafa­fundi sem verður hald­inn þann 30. maí næst­kom­andi.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að óvíst sé hvort Seðlabank­inn muni veita þrota­bú­inu und­anþágu­heim­ild fyr­ir slík­um út­greiðslum til for­gangs­kröfu­hafa, sem eru einkum trygg­inga­sjóðir inni­stæðueig­enda í Bretlandi og Hollandi, meðan ekki hef­ur tek­ist að semja um end­ur­fjármögn­un eða leng­ingu á er­lend­um skulda­bréf­um milli gamla og nýja Lands­bank­ans. Að sögn kunn­ugra er sú afstaða tal­in nauðsyn­leg svo hægt verði að setja þrýst­ing á kröfu­hafa Lands­bank­ans um að setj­ast að samn­inga­borðinu og end­ur­semja um skil­mála skulda­bréf­anna. Þreif­ing­ar hafa átt sér stað milli Seðlabank­ans og full­trúa kröfu­hafa Lands­bank­ans í tengsl­um við þau mál á und­an­förn­um vik­um.

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri hef­ur ít­rekað sagt að það sé nauðsyn­legt að lengja í skulda­bréf­un­um milli nýja og gamla Lands­bank­ans í því augnamiði að létta á ár­legri end­ur­greiðslu­byrði bank­ans í gjald­eyri. Fram kem­ur í nýju riti Seðlabank­ans um fjár­mála­stöðug­leika að miðað við spár um und­ir­liggj­andi viðskipta­af­gang þá er „af­borg­un­ar­fer­ill skulda­bréfa Lands­bank­ans of þung­ur fyr­ir hag­kerfið í heild“. Áætlaðar af­borg­an­ir af skulda­bréf­um Lands­bank­ans eru yfir 300 millj­arðar króna á ár­un­um 2015 til 2018, eða sem nem­ur 3-3,5% af lands­fram­leiðslu á tíma­bil­inu. Þær end­ur­greiðslur ein­ar og sér eru sam­bæri­leg­ar að stærð og spár um und­ir­liggj­andi viðskipta­aaf­gang gera ráð fyr­ir á þeim árum.

Þarf að halda vara­sjóð

Fram til þessa hef­ur slita­stjórn­in aðeins greitt út til for­gangs­kröfu­hafa með gjald­eyri sem þrota­búið átti til í reiðufé fyr­ir þá breyt­ingu sem var gerð á gjald­eyr­is­lög­un­um 12. mars árið 2012. Með þeirri laga­breyt­ingu voru al­menn­ar und­anþágur fjár­mála­fyr­ir­tækja í slitameðferð frá fjár­magns­höft­um felld­ar úr gildi þannig að ekki væri hægt að greiða út gjald­eyri til kröfu­hafa nema með samþykki Seðlabank­ans. Sá gjald­eyr­ir sem búin áttu í reiðufé við setn­ingu lag­anna fell­ur þó ekki und­ir þessa laga­breyt­ingu. Því hef­ur LBI getað greitt út til for­gangs­kröfu­hafa án þess að óska eft­ir sér­stakri und­anþágu frá Seðlabank­an­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins á LBI enn nokkuð af lausa­fé í gjald­eyri sem féll til fyr­ir 12. mars 2012. Hins veg­ar álít­ur slita­stjórn Lands­bank­ans nauðsyn­legt að halda eft­ir stór­um hluta þess gjald­eyr­is svo hægt verði að standa und­ir mögu­leg­um út­greiðslum sem gæti komið til vegna óút­kljáðra dóms­mála.

Miðað við síðasta árs­upp­gjör LBI þá átti búið um 170 millj­arða í gjald­eyri í reiðufé og jafn­framt um 70 millj­arða í er­lend­um skulda­bréf­um og hluta­bréf­um. Eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst er stærst­ur hluti þess­ar­ar fjár­hæðar er­lend­ur gjald­eyr­ir sem féll til eft­ir laga­setn­ing­una í mars­mánuði 2012.

Hef­ur greitt 677 millj­arða

LBI greiddi síðast út hluta­greiðslur til for­gangs­kröfu­hafa í októ­ber 2012 að and­virði 82 millj­arða króna. Aðrar greiðslur voru innt­ar af hendi í maí sama ár (162 millj­arðar) og í des­em­ber 2011 (432 millj­arðar) en sam­tals hef­ur slita­stjórn­in greitt út að jafn­v­irði ná­lægt 677 millj­örðum króna. Enn á eft­ir að greiða for­gangs­kröfu­höf­um um 650 millj­arða króna, eða rétt tæp­an helm­ing.

Alls námu eign­ir þrota­bús Lands­bank­ans 1.543 millj­örðum króna um síðustu ára­mót. Áætlað er að um 1.318 millj­arðar verði greidd­ir út til for­gangs­kröfu­hafa. Al­menn­ir kröfu­haf­ar gætu því átt von á því að fá um 225 millj­arða í sinn hlut. Á síðasta ári juk­ust áætlaðar heimt­ur bús­ins um 170 millj­arða og skýrðist sú aukn­ing að mestu vegna söl­unn­ar á bresku versl­un­ar­keðjunni Ice­land Foods.

Landsbankinn
Lands­bank­inn Krist­inn Ingvars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK