Seðlabankinn segir hátt hlutabréfaverð áhyggjuefni

Sigríður Benediktsdóttir, yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs segir hlutabréfaverð áhyggjuefni.
Sigríður Benediktsdóttir, yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs segir hlutabréfaverð áhyggjuefni. Ómar Óskarsson

Seðlabankinn hefur verulegar áhyggjur af hækkun á hlutabréfamarkaðnum, segir Sigríður Benediktsdóttir, yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs. Þá má rekja meira en 34% hækkun á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar hf til fárra fjárfestingakosta bakvið gjaldeyrishöftin. Þetta segir Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar í samtali við Bloomberg fréttaveituna, en hann hvetur til þess að lífeyrissjóðunum sé hleypt úr landi með nýfjárfestingar.

Meðaltalshækkun þeirra sex félaga sem sett hafa verið á markað frá hruni er 44 prósent frá útboðsgengi. Segir Sigurður að erfiðara verði að fella niður höftin þegar stýrivextir eru jafn háir og raun ber vitni. Þeir auki peningamagnið sem er í umferð hérlendis og er fast í höftunum. „Á hverjum degi stækkar vandamálið og verður óviðráðanlegra,“ er haft eftir Sigurði.

Sigríður segir í samtali við Bloomberg að höftin hamli 8 milljörðum Bandaríkjadollara af aflandskrónum frá því að verða breytt í annan gjaldmiðil og það hafi leitt til eignabólu sem geri Seðlabankann mjög áhyggjufullan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK