Nauðasamningur SPB frestast

Slitastjórn Sparisjóðabankans bíður samþykkis Seðlabankans.
Slitastjórn Sparisjóðabankans bíður samþykkis Seðlabankans.

Það ætlar að reynast erfiðara fyrir þrotabú Sparisjóðabankans (SPB), áður Icebank, að fá undanþágu frá fjármagnshöftum til útgreiðslu gjaldeyris til samningskröfuhafa bankans en vonir stóðu til í upphafi árs.

Heimildir Morgunblaðsins herma að við mat á beiðni SPB um undanþágu frá höftum leggi Seðlabankinn áherslu að hún verði aðeins veitt þannig að ekki sé skapað óheppilegt fordæmi við mögulega nauðasamninga Glitnis og Kaupþings.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að ekki verður hægt að ljúka við fyrirhugaðan nauðasamning SPB, sem var lagður fyrir kröfuhafa um miðjan mars sl., fyrr en slík heimild hefur fengist samþykkt. Þrír mánuðir eru síðan slitastjórn SPB óskaði formlega eftir staðfestingu á því við Seðlabankann að SPB væri heimilt að klára nauðasamning með þeim hætti sem stefnt væri að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK