Kerfið er stjórnlaust

Verðbréfasalar á hlutabréfamarkaðnum í New York.
Verðbréfasalar á hlutabréfamarkaðnum í New York. AFP

Mark C. Tayl­or, for­seti trú­ar­bragðadeild­ar Col­umb­ia-há­skóla í New York, tel­ur að fjár­mála­markaðir sam­tím­ans séu stjórn­laus­ir og fái ekki staðist. Á málþingi á veg­um Stofn­un­ar dr. Sig­ur­björns Ein­ars­son­ar í ráðstefnu­sal Þjóðminja­safns­ins milli 13.30 og 16.00 í dag, fimmtu­dag, mun hann fjalla um tengsl trú­ar­bragða við fjár­mála­markaði sam­tím­ans í fyr­ir­lestri und­ir yf­ir­skrift­inni Fjár­mála­markaðir: Trú­ar­brögð nú­tím­ans.

„Ég er heim­spek­ing­ur og greini hluti út frá heim­spek­inni,“ seg­ir Tayl­or. Hann lærði evr­ópska heim­speki og byrjaði á Sör­en Kierkega­ard og lærði meira að segja í tvö ár við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og er með doktors­gráðu þaðan í heim­speki. „En ég hef einnig skoðað hinar ýmsu hliðar menn­ing­ar og skrifað um þær og hef áhuga á því hvernig heim­speki og trú­ar­brögð hafa áhrif oft með ósýni­leg­um hætti á önn­ur fé­lags­leg, póli­tísk og menn­ing­ar­leg mál­efni.“

Tayl­or skrifaði tals­vert um póst­mód­ern­isma á ní­unda ára­tugn­um og horfði þá til arki­tekt­úrs, bók­mennta og heim­speki. „Ég hef í mörg ár verið sann­færður um að í upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins hafi ný teg­und kapí­tal­isma komið fram,“ seg­ir hann. „Ég hef kallað hana fjár­málakapítal­isma og taldi að hann væri á ákveðinn hátt skyld­ur því, sem var að ger­ast í póst­mód­ern­isma í list­um, heim­speki og bók­mennt­um. Árið 1987 markaði þar ákveðin þátta­skil þar sem allt kom heim og sam­an. Þá varð að við héld­um á þeim tíma mikið hrun á hluta­bréfa­mörkuðum, þá mesta hrun frá 1929, og markaðirn­ir snar­féllu á ein­um degi. Nú ger­ist slíkt með reglu­legu milli­bili, en þá átti það ekki við.“

Tayl­or fór að reyna að átta sig á hvað þá var að ger­ast. „Þetta birt­ist mér þannig að sú mynd kapí­tal­isma, sem við höf­um nú, byrjaði að mót­ast í lok sjö­unda og upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins. Póli­tísk­ar ákv­arðanir, tækni­leg­ar breyt­ing­ar og bylt­ing í hag­fræðikenn­ing­um bjuggu að baki.“

Hrær­ing­ar sjö­unda og átt­unda ára­tug­ar­ins

Hann rifjar upp að á þess­um tíma stóð stríðið í Víet­nam yfir og Lyndon B. John­son, þáver­andi for­seti var að vinna að hug­mynd­um sín­um um fé­lags­leg­ar um­bæt­ur, sem gengu und­ir heit­inu „The Great Society“. Þetta tvennt var mjög íþyngj­andi fyr­ir rík­is­sjóð Banda­ríkj­anna. Í upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins kom svo olíu­bann Opec-ríkj­anna, sem hafði mik­il áhrif á fjár­mál heims­ins. 1971 yf­ir­gaf Rich­ard Nixon, sem þá var orðinn for­seti Banda­ríkj­anna, gullfót­inn. Gullfót­ur­inn hafi verið tek­inn upp í breyttri mynd eft­ir síðari heims­styrj­öld með Brett­on Woods-sam­komu­lag­inu þar sem doll­ar­inn var tengd­ur gulli á ákveðnu gengi og all­ir aðrir gjald­miðlar tengd­ir doll­ar­an­um.

„Nixon af­tengdi doll­ar­ann gull­inu 1971 og 1973 var gengið látið fljóta,“ seg­ir hann. „Sama ár, 1973, setti Reu­ters upp fyrsta hnatt­ræna gjald­miðlaviðskipta­kerfið. Á því augna­bliki var svo komið að all­ar for­send­ur voru til staðar fyr­ir nýtt af­brigði kapí­tal­isma, fjár­málakapítal­isma.“

Tayl­or seg­ir að á sama tíma hafi mikl­ar menn­ing­ar­leg­ar svipt­ing­ar átt sér stað í sam­fé­lag­inu í kjöl­far umróts­ins 1968. „Á sjö­unda ára­tugn­um kviknaði í Banda­ríkj­un­um guðfræðileg hreyf­ing sem kallaðist Dauði Guðs. Hún hafði mik­il áhrif. Hún sner­ist ekki um að Guð væri horf­inn þótt það væri hluti af mynd­inni og kallaðist á við heim­speki Nietzsches. Ég held því fram að það að fara af gull­fæt­in­um snemma á átt­unda ára­tugn­um hafi verið hag­fræðilega sam­bæri­legt við hreyf­ing­una Dauði Guðs.“

Tayl­or seg­ir að gullfót­ur­inn þýði að verðmæti gjald­miðils, hvort sem hann er prentaður á papp­ír eða eitt­hvað annað, ákv­arðist af tengsl­um hans við eitt­hvað annað, í þessu til­felli gull, sem eigi að hafa verðmæti í sjálfu sér, þótt í raun sé það ákveðið af mönn­um.

„Ég hugsa þetta út frá inn­taki póst­mód­ern­isma þar sem eitt merki eða tákn ákv­arðast af öðru og vís­ar ekki til neins ann­ars. Þegar farið er af gull­fæt­in­um er skipt úr sam­bandi með fyr­ir­stöðu í sam­band með vís­un, verðmætið ákv­arðast ekki leng­ur af teng­ingu við eitt­hvað annað, hvort sem það er gull eða annað, held­ur af sam­band­inu við aðra gjald­miðla. Síðan er straumn­um hleypt á og kerfið gert ra­f­rænt. Þar með eru for­send­ur fjár­málakapítal­isma fyr­ir hendi.“

Hag­fræðibylt­ing­in og arf­ur Lúth­ers

Tayl­or nefn­ir að á átt­unda ára­tugn­um hafi einnig orðið hag­fræðibylt­ing með kenn­ing­um Milt­ons Friedm­ans og markaðsbylt­ing. „Það er guðfræðileg­ur skyld­leiki þar, sem ég rek aft­ur til Marteins Lúth­ers og þess sem hann ger­ir við trú­ar­brögðin,“ seg­ir hann. „Nú­tím­inn hefst með Lúther. Hann tek­ur trú­ar­brögðin, einka­væðir þau, af­nem­ur reglu­verkið og miðstýr­ing­una sem fylgdi kat­ólsku kirkj­unni. Fólk átt­ar sig ekki á því að Adam Smith var ekki fyrst­ur til að tala um ósýni­legu hönd­ina, held­ur Jón Kal­vín. Hjá Kal­vín var ósýni­lega hönd­in guðleg for­sjá. Í ár­daga hag­fræðinn­ar voru Skot­ar lang­mest áber­andi, Hume og Smith. Skot­ar eru Kal­vín­ist­ar. Smith gerði í raun ekki annað en að yf­ir­taka hug­mynd­ina um guðlega for­sjá og yf­ir­færa hana á for­send­ur markaðar­ins, út­kom­an verður af hinu góða þótt hún geti verið til kom­in af hinu illa. Hver og einn gæt­ir sinna hags­muna og það er heild­inni til góðs. Þegar síðan kem­ur að kenn­ing­um Milt­ons Friedm­ans, sem eru kjarn­inn í bylt­ingu Reag­ans og Thatcher, verður markaður­inn al­vís, alsjá­andi, al­vald­ur og alltumlykj­andi. Nú er þessi sýn orðin viðtek­in alls staðar, óum­deild trú­ar­setn­ing.“

Inn­reið tölv­unn­ar á hluta­bréfa­mörkuðum á átt­unda ára­tugn­um var einnig lyk­il­skref.

„Það varð ekki bylt­ing með til­komu tölv­unn­ar, held­ur þegar þær voru tengd­ar,“ seg­ir Tayl­or. „Á und­an­förn­um 20 árum hef­ur orðið al­ger breyt­ing þá innviðum heims­ins sam­fara net­væðing­unni. Það sam­skipta­net virk­ar ekki eins og sam­skipta­net fortíðar­inn­ar. Þau fylgja eig­in rök­um. Í upp­hafi hafði hver sína tölvu eða hvert fyr­ir­tæki sitt tölvu­kerfi. Þessi kerfi voru síðan opnuð og sam­teng­ing jókst og varð hnatt­ræn. Eft­ir því sem tengsl­in aukast eykst hverf­ul­leik­inn. Við það verður breyt­ing á því hvað ræður fjár­fest­ing­um. Þær hætta að snú­ast um að fjár­festa í ákveðnu fyr­ir­tæki og fara yfir í að stjórna og dreifa áhættu. Til þess að það væri hægt komu fram ýms­ar nýj­ar „afurðir“ sem urðu mögu­leg­ar vegna tækn­inn­ar. Upp­runa­lega áttu þær að draga úr hverf­ul­leika og sveifl­um, en þær urðu til þess að ástandið versnaði. Net­ból­an á tí­unda ára­tugn­um er dæmi um það.“

Búa til fjár­mála­af­urðir sem þeir skilja ekki

Tayl­or seg­ir að fjár­málakapítal­ismi skeri sig úr með ákveðnum hætti. Hingað til hafi verið um fjór­ar gerðir kapí­tal­isma að ræða, land­búnaðarkapítal­isma, iðnaðarkapítal­isma, neyt­endakapítal­isma og nú fjár­málakapítal­isma. Í þrem­ur fyrstu mynd­un­um hafi pen­inga verið aflað með því að höndla með vinnu eða hluti. Í hinni nýju mynd sé pen­inga aflað með því að skipt­ast á „merkj­um“ eða „tákn­um“ og jafn­vel fólkið, sem búi þess­ar „fjár­mála­af­urðir“ til, skilji þær ekki.

„Þetta er langt ferli, sem ég kalla af­efn­un eða sýnd­ar­væðingu viðskiptamiðils­ins,“ seg­ir hann. „Ég get spurt þig: hvar eru pen­ing­arn­ir þínir, og ég full­yrði að þú get­ur ekki svarað. Við vit­um ekki hvar pen­ing­arn­ir eru vegna þess að það er á viss­an hátt búið að gera þá að sýnd­ar­fyr­ir­bæri og það er hluti af vand­an­um.“

Tayl­or bend­ir einnig á að eft­ir síðari heims­styrj­öld hafi sú breyt­ing orðið að farið var að nota viðmið hag­vaxt­ar til að mæla efna­hags­leg­ar fram­far­ir.

„Spurn­ing­in er hvers vegna þurfa markaðir að stækka, hvers vegna verður að vera vöxt­ur,“ seg­ir hann. „Ég held að ástæðan fyr­ir þessu sé tvíþætt. Við höfðum ekki get­una fyrr en þá til að safna allri töl­fræðinni til að leggja mat á hag­vöxt. Hin ástæðan var kalda stríðið. Komm­ún­ism­inn tókst á við kapí­tal­ismann og ein leið til að meta hvor stæði sig bet­ur var að mæla hag­vöxt. Hann verður því lyk­il­atriði.“

Tayl­or kveðst aðeins sjá að markaðir geti þan­ist út á þrjá vegu. „Þeir geta stækkað í rúmi, kaupmaður opn­ar nýja búð í nýrri borg. Þeir geta stækkað með auk­inni fjöl­breytni, fram­leiðslu nýrra vara sem eru ólík­ar en þó ekki. Ég hef talað um hug­mynda­fræði vals­ins, þar sem grund­vall­ar­atriðið er því fleiri kost­ir því betra. Í meðal­stór­markaði í Banda­ríkj­un­um er boðið upp á 48 þúsund ólík­ar vör­ur. Fata­keðjan Gap í Banda­ríkj­un­um er með her­ferð þar sem boðið er upp á sömu galla­bux­urn­ar í 25 ólík­um lit­um. Þannig er markaður­inn stækkaður. Þriðja leiðin er mik­il­væg­ust. Það er hraðinn. Hraðinn er auk­inn til þess að þenja markaðinn út. Þegar Obama var kos­inn for­seti var iP­ho­ne ekki kom­inn fram á sjón­ar­sviðið. Nú rek­ur hver kyn­slóðin aðra. Þetta er hægt að tengja við mód­ern­isma í list­um. Mód­ern­ism­inn er hug­mynda­fræði hins nýja. Hug­mynda­fræði hins nýja er ein­mitt það sem þessi teg­und kapí­tal­isma þarf á að halda. Áhersl­an er á ný­sköp­un. Spurn­ing­in er hvort nýi snjallsím­inn er svo miklu betri en sá gamli, en það gild­ir einu, þú verður að eign­ast hann.“

Tayl­or nefn­ir að það fyrsta sem bar fyr­ir augu hans þegar hann kom inn á hót­elið sitt á Íslandi hafi verið kona með poka úr fata­versl­un­ar­keðjunni Zöru. „Zara er skyndi­tíska og sam­bæri­leg við hin hraðvirku, net­væddu fjár­málaviðskipti,“ seg­ir hann. „Árstíðir í tísku komu ekki til sög­unn­ar fyrr en með fjölda­mörkuðum. Kerfið virk­ar ekki ef fólk kaup­ir aðeins það sem það þarf. Það þarf að skapa löng­un þar sem eng­in er þörf­in. Það verður lyk­il­atriði. Til að markaðirn­ir geti haldið áfram að stækka þarf fólk að taka lán og eyða pen­ing­um, sem það á ekki, í hluti, sem það þarf ekki. Í því sam­hengi er breyt­ing á af­stöðunni til skulda á öll­um sviðum á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um lyk­il­breyta. For­eldr­ar mín­ir lifðu á tím­um krepp­unn­ar, þeir voru kenn­ar­ar, áttu ekki mikla pen­inga, en skulduðu aldrei eyri. Þeir voru mót­mæl­end­ur í hjarta sínu og skuld­ir voru synd. Þýska orðið Schuld merk­ir bæði sök og skuld og það er ekki til­vilj­un. Nú er fólk of­hlaðið skuld­um sem og ríki og fyr­ir­tæki.“

Tayl­or vík­ur tal­inu að fjár­mála­mörkuðum. „Á und­an­förn­um tíu til tutt­ugu árum hafa fjár­mála­markaðir ger­breyst,“ seg­ir hann. „Ýmsar ástæður eru fyr­ir þess­um breyt­ing­um. Í fyrsta lagi er þróun há­hraðatölvu­tækni, það er aug­ljóst. Annað atriði, sem teng­ist því fyrsta, er get­an til að safna, vista og greina gríðarlegt magn upp­lýs­inga. Það þriðja er ein­kvæðing fjár­mála­markaða. Áður voru þeir eign fé­laga á markaði og ekki gróðafyr­ir­tæki. Í fjórða lagi var sú breyt­ing að hætta að skrá hluta­bréfa­verð í brot­um og taka upp tuga­kerfi. Áður var verðið skráð sem hlut­fall af átta og ástæðan var sú að spænsk­ir gullsal­ar notuðu alla fing­ur nema þuml­ana þegar þeir gerðu til­boð. Þegar miðað er við brot af átta er minnsti verðmun­ur 16,5 sent. Með því að breyta kerf­inu gat verðmun­ur sem for­senda viðskipta farið niður í brota­brot af senti. Í fimmta lagi er þróun viðskipta á grund­velli al­grím­is. Í sjötta lagi var af­nám reglna um upp­lýs­ing­ar. Sam­kvæmt kenn­ing­unni verður verðmun­ur minni eft­ir því sem upp­lýs­inga­gjöf­in er betri.“

Maður­inn ekki leng­ur með á nót­un­um

Ein­fald­asta leiðin til að draga úr áhættu í fjár­fest­ing­um er að búa til eigna­safn. „Eigna­safns­kenn­ing­in er sú að verðmæti hluta­bréfa í ein­stök­um fyr­ir­tækj­um skipti ekki máli, held­ur hvernig þau spili sam­an,“ seg­ir hann. „Þá kem­ur að til­gát­unni um skil­virka markaði, sem bygg­ir á ákveðinni hug­mynd um jafn­vægi. Markaðir í sam­tengd­um heimi eru hins veg­ar ekki jafn­vægis­kerfi, þeir eru kerfi, sem byggja á já­kvæðri end­ur­gjöf. Kenn­ing­in er sú að eft­ir því sem meira jafn­ræði rík­ir í dreif­ingu upp­lýs­inga þeim mun minni er verðmun­ur­inn. Það eru tvær leiðir til að græða pen­inga. Það er hægt að hagn­ast veru­lega með því að leggja mikið und­ir á nokkr­um stöðum, eða lítið und­ir á mörg­um stöðum. Ef vik­mörk verðs eru mik­il er nóg að veðja á nokkr­um stöðum, en vegna há­hraðateng­inga og upp­lýs­ingaflæðis er verðmun­ur­inn lít­ill. Því þarf að leggja oft­ar und­ir til að vinna eða tapa jafn miklu og þegar mun­ur­inn var meiri. Þegar þar við bæt­ist að fjár­mála­markaðir hafa verið einka­vædd­ir er niðurstaðan sú að há­hraðaviðskipti í miklu magni fá for­gang. Þar með höf­um við búið til kerfi þar sem maður­inn er ekki leng­ur með á nót­un­um.“

Tayl­or er um þess­ar mund­ir að skrifa bók, sem nefn­ist Hraðatak­mark­an­ir: hvernig við urðum eins og við erum og hvað er hægt að gera í því (Speed­lim­its: How We Became What We Are and What To Do About It).

Mis­skipt­ing hraða

„Það er alltaf talað um mis­skipt­ingu auðs,“ seg­ir hann. „En hvað með mis­skipt­ingu hraða. Vinnu­afl og fram­leiðslu­vör­ur eru metn­ar með öðrum hætti en „merki“. Lækn­ir get­ur til dæm­is aðeins tekið á móti ákveðnum fjölda sjúk­linga á klukku­stund. Hann hef­ur enga mögu­leika á hröðun. Viðskipti eiga sér hins veg­ar stað á nanó­sek­únd­um. Önnur þróun hef­ur einnig sitt að segja. Hér áður fyrr tóku fyr­ir­tæki lán með veði í sjálf­um sér til upp­bygg­ing­ar. Á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um fór að bera á því að fólk og fyr­ir­tæki fóru að taka lán til að stunda spá­kaup­mennsku á fjár­mála­mörkuðum. Á sama tíma varð breyt­ing á kröf­um um veð þannig að ekki þurfti jafn hátt veð til að tryggja sér lán. Fyrsta hrunið var 1998 þegar fyr­ir­tækið Long-Term Capital Mana­gement tapaði 4,3 millj­örðum doll­ara á tæp­um fjór­um mánuðum. Skuld­astaðan miðað við eign­ir var 33 á móti ein­um. Sum fyr­ir­tækj­anna, sem hafa farið á haus­inn eft­ir það, eru jafn­vel enn skuld­sett­ari. Þeir eru ekki að leika sér að sín­um eig­in pen­ing­um, held­ur taka fé að láni til að fjár­festa. Eðli fjár­mála­markaða hef­ur breyst úr því að út­vega fjár­magn í að verða spá­kaup­mennsku­vél­ar til að búa til gróða. Fjár­mála­markaðirn­ir leggj­ast á sveif spá­kaup­mennsku­vél­anna vegna þess að þeir eru rekn­ir í gróðaskyni og þéna aðeins pen­inga þegar viðskipti eiga sér stað. Kerfið er allt rekið á grund­velli al­grím­is þannig að sölu­menn­irn­ir í vog­un­ar­sjóðunum hafa ekki hug­mynd um hvað þeir eru að kaupa og selja. Viðskipt­in eiga sér stað á grund­velli verðmun­ar, einu gild­ir hvort verið sé að selja svína­maga eða korn. Verðbréfa­sal­arn­ir hefja dag­inn með autt blað og ljúka deg­in­um með autt blað.“

Sýnd­ar­hag­kerfið af­tengt hinu raun­veru­lega hag­kerfi

Tayl­or seg­ir að hér sé kom­inn upp sama staða og þegar farið var af gull­fæt­in­um og gengi gjald­miðla var miðað við aðra gjald­miðla án þess að tengj­ast neinu, sem hefði innra virði.

„Í fyrra­dag fór DowJo­nes vísi­tal­an hærra en nokkru sinni fyrr á meðan hag­kerfi heims­ins eru í mol­um,“ seg­ir hann. „Sýnd­ar­hag­kerfið hef­ur af­tengst hinu raun­veru­lega hag­kerfi. Fjár­fest­ir­inn War­ren Buf­fet fer öðru vísi að. Hann grein­ir fyr­ir­tæki til að átta sig á raun­veru­legu verðmæti þess. Á mörkuðunum er allt annað á seyði, allt ger­ist á of­ur­hraða og það eru tveir heim­ar á leið í sitt hvora átt­ina.“

Tayl­or seg­ir að þótt Ísland sé lítið land beri ekki að van­meta áhrif þess. „Ísland hafði mik­il áhrif þegar fjár­málakrepp­an skall á,“ seg­ir hann, „hin svo­kölluðu fiðrild­isáhrif. Það hef­ur einnig áhrif í sam­bandi við um­hverf­is­mál­in vegna þess að stöðug útþensla hag­kerf­is­ins krefst meiri og meiri orku. Sýnd­ar­hag­kerfið, sem við bjugg­um til, hef­ur efn­is­leg­ar for­send­ur. Það þarfn­ast í það minnsta raf­magns og verðmætra málma. Það er ekki sýnd­ar­hag­kerfi að öllu leyti.“

Tayl­or seg­ir að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér stað með sama hætti hvað upp­bygg­ingu varðar og ból­ur á fjár­mála­mörkuðum. Flók­in aðlög­un­ar­kerfi í vexti eru þess eðlis að þau byggj­ast á já­kvæðri end­ur­gjöf. Þau byggja ekki á jafn­vægi. Dæmi af fjár­mála­mörkuðum: Fyr­ir­tækið Long-Term Capital Mana­gement árið 1998. Vand­inn var sá að þeir höfðu lagt mikið und­ir vegna þess að hagnaðar­vik­mörk­in voru svo lít­il að öðru vísi gátu þeir ekki náð fyr­ir­hugaðri ávöxt­un. Skuld­setn­ing­in var 33 á móti ein­um þannig að þeir höfðu mjög lítið hand­bært fé. Ein ástæðan var óskilj­an­leg breyt­ing á regl­um sem leyfði fjár­fest­um að nota verðbréf, sem keypti voru á lán­um sem trygg­ingu fyr­ir lán­un­um. Þeir leggja mikið und­ir, fjár­fest­ing­in mis­heppn­ast og verðmæti veðsins hef­ur hrapað. Það er gert veðkall. Þeir eiga enga pen­inga þannig að þeir verða að selja og þeir velja að selja mikið vegna þess að þeir hafa lagt svo mikið und­ir. Því meira sem þeir selja af bréf­un­um því meira lækk­ar verðið og eft­ir því sem verðið lækk­ar meira þurfa þeir að selja meira. Þetta kall­ast já­kvæð end­ur­gjöf.“

Lög­mál nátt­úr­unn­ar og fjár­mála­markaðanna

Tayl­or bend­ir á að sama lög­mál eigi við í nátt­úr­unni. „Ég fór að skoða jökla á Íslandi,“ seg­ir hann. „Bráðnun íss virk­ar með sama hætti. Tök­um haf­ís­inn, sem leik­ur mik­il­vægt hlut­verk í að tempra lofts­lag jarðar­inn­ar. Hann end­ur­varp­ar ljósi upp í him­in­inn. Eft­ir því sem haf­ís­inn bráðnar hlýn­ar sjór­inn. Eft­ir því sem sjór­inn hlýn­ar bráðnar haf­ís­inn hraðar. Þetta er ferli sem á ákveðnum stað kem­ur að vendipunkti þar sem ör­lít­il breyt­ing hef­ur skelfi­leg­ar af­leiðing­ar.“

Tayl­or seg­ir að á und­an­förn­um ára­tug hafi átt sér stað þrjú stór­slys á Man­hatt­an rúm­um ára­tug, sem öll teng­ist kapí­tal­isma, árás­in á tví­bura­t­urn­ana, fjár­málakrepp­an og felli­byl­ur­inn San­dy.

„San­dy varð til þess að hluta­bréfa­markaðarn­ir lokuðust,“ seg­ir hann. „Til eru vís­inda­menn sem halda því fram að einn af þátt­un­um, sem leiddu til eyðilegg­ing­ar­inn­ar vegna San­dy hafi verið bráðnun haf­íss­ins. Hún hafi leitt til þess að kulda­skil komu í veg fyr­ir að hlýtt loft kæm­ist áfram þannig að sjór­inn hlýnaði. Haf­straum­ar hafi áhrif á loft­strauma og hærra hita­stig sjáv­ar­ins und­an strönd­um New Jers­ey hafi bætt í óveðrið með þeim af­leiðing­um að suður­hluti Man­hatt­an lokaðist svo dög­um skipti. Pen­ing­arn­ir eru ra­f­ræn­ir, þeir eru ljós. Þegar ljós­in slokkna slokkn­ar á pen­ing­un­um.“

Tayl­or seg­ir að það sé úti­lokað að sjá fyr­ir sér þær upp­hæðir, sem skipta um hend­ur í fjár­málaviðskipt­um, eða gera sér í hug­ar­lund þau auðævi, sem sum­ir hafi safnað. „Hug­ur­inn nær ekki utan um það,“ seg­ir hann. „En kerfið er ekki sjálf­bært. Þegar Sov­ét­rík­in féllu sögðu Banda­ríkja­menn að heim­skapítal­ismi hefði unnið sig­ur. Þegar horft er um öxl lít­ur kalda stríðið út eins og kerfi sem trygg­ir jafn­vægi, þótt það hafi verið ansi ógn­vekj­andi á sín­um tíma. Þegar því lauk þurfti nýtt kerfi. Hjá Banda­ríkja­mönn­um varð öxull hins illa til og rót­tæk­ir íslam­ist­ar. Annað gerðist einnig þótt ekki hafi marg­ir tekið eft­ir því. Spjót­un­um, sem beint hafði verið að sov­ésk­um komm­ún­isma, var nú beint að evr­ópsk­um sósí­al­isma. Því er haldið fram að Obama sé sósí­alisti. Hér tekst á tvenns kon­ar gild­is­mat, ann­ars veg­ar ein­stak­lings­hyggja byggð á sam­keppni, sem er alls ekki í þágu allra þeirra sem styðja hana, hins veg­ar Frakk­land þar sem er gefið frí í sex vik­ur og all­ir eru húðlat­ir. Eins gott fyr­ir ykk­ur að þeir þekkja ekki vel­ferðar­kerfið á Norður­lönd­um, ann­ars yrðuð þið skot­skíf­an.“

Frí­tími hætt­ir að vera keppikefli og verður merki um lít­il­vægi

Tayl­or seg­ir þetta aðra grund­vall­ar­breyt­ingu, breytt mat á fé­lags­legu gildi frí­tíma. Hag­fræðing­ur­inn John Mayn­ard Keynes hafi í fyr­ir­lestri árið 1928 spáð því að eft­ir hundrað ár myndu all­ir aðeins þurfa að vinna 20 tíma á viku. „Einu sinni var frí­tími mæli­kv­arði á fé­lags­lega stöðu,“ seg­ir hann. „Nú er það þannig að ef þú ert ekki tengd­ur all­an sól­ar­hring­inn alla daga vik­unn­ar ertu ekki mik­il­væg­ur. Sum­ir vinna því allt, allt of mikið. Aðrir vinna hins veg­ar allt of lítið. Þeir sem vinna of mikið eru flest­ir sér­fræðing­ar á upp­leið í efri stig­um sam­fé­lags­ins.“

Tayl­or seg­ir að við höf­um komið okk­ur upp kerfi sem vegna innri þarfar til útþenslu og hröðunar feli í sér inn­byggðan galla, sem muni verða því að falli.

„Kerfið er ekki sjálf­bært,“ seg­ir hann. „Það er talað um að hraðinn geri fjar­lægðir að auka­atriði, einu gildi hvar maður er stadd­ur. Hraðinn er hins veg­ar orðinn svo mik­ill að nú skipt­ir aft­ur máli hvar maður er. Fyr­ir­tæki í Chicago geta ekki stundað viðskipti á mörkuðum í New York vegna tím­ans sem það tek­ur að senda skip­an­ir um að kaupa eða selja milli borg­anna. 12 ára fyr­ir­tæki var að kaupa verðbréfa­markaðinn í New York þar sem ekki eru leng­ur „gólf“ þar sem viðskipt­in eiga sér stað. Þeir reistu risa­stór­ar skemm­ur fyr­ir gagna­vörslu í New Jers­ey. Þar við hliðina eru skemm­ur á stærð við þrjá fót­bolta­velli þar sem fjár­mála­fyr­ir­tæki geta keypt pláss fyr­ir netþjón­ana sína. Þeir standa því eins ná­lægt netþjón­um verðbréfa­markaðar­ins og unnt er til að draga úr tím­an­um, sem það tek­ur að senda merkið á milli. Þetta er spurn­ing um nanó­sek­únd­ur sem geta skipt sköp­um um tap eða gróða upp á tug­millj­ón­ir doll­ara.“

Tayl­or seg­ir að fólk átti sig al­mennt á þeim breyt­ing­um, sem átt hafi sér stað á mörkuðunum. Allt tal um að auka at­vinnu, skapa störf, bæta innviði komi mál­inu ekki við. „Vand­inn ligg­ur í kerf­inu,“ seg­ir hann. „Vand­inn ligg­ur ekki í ein­stak­ling­um, nokkr­um stjórn­laus­um verðbréfa­söl­um, hann er kerf­is­bund­inn og verður ekki leyst­ur með því að finna skemmdu epl­in. Fólk átt­ar sig hins veg­ar ekki og stjórn­mála­menn­irn­ir eru úti að aka. Þeir sem skilja kerfið best eru þeir, sem eiga hag í að halda því við. En það er hægt að átta sig ef maður gef­ur sér tíma og ég held að það sé mik­il­vægt að gera það vegna þess að kerfið er stjórn­laust.“

Mark C. Taylor heimspekingur.
Mark C. Tayl­or heim­spek­ing­ur. Morg­un­blaðið/​Rósa Braga
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK