Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu

Philippe Pochet segir Íslensku leiðina hafa komið betur út en …
Philippe Pochet segir Íslensku leiðina hafa komið betur út en það sem gert hafi verið í skuldugum Evrópuríkjum. Styrmir Kári

„Ísland hefur náð að vinna betur á skuldastöðunni en lönd í Evrópu. Mörg lönd þar fengu ströng fyrirmæli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þurftu að fylgja ákveðinni stefnu meðan Ísland hefur fengið fjölbreyttari möguleika til að finna góða niðurstöðu.“ Þetta segir Philippe Pochet, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga, en þau héldu ráðstefnu hér á landi í vikunni.

Allavega unnið á skuldastöðunni á Íslandi

Í samtali við mbl.is sagði hann að það hefði verið áhugavert að koma til Íslands og ræða um fjármálakrísuna, mismunandi sjónarhorn á Evrópusambandið og það sem gert var hér á landi, miðað við í öðrum Evrópulöndum í kringum efnahagsvandamálin.

Hann segist telja að Ísland hafi náð að vinna á erfiðleikunum á annan hátt en önnur Evrópulönd sem lentu illa í skuldakreppunni. „Ísland hefur náð að vinna betur á skuldastöðunni en önnur lönd í Evrópu. Mörg lönd þar fengu ströng fyrirmæli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þurftu að fylgja ákveðinni stefnu meðan Ísland hefur fengið fjölbreyttari möguleika til að finna góða niðurstöðu.“

Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu

Aðspurður hvort hann telji betra að hafa farið íslensku leiðina, þar sem gjaldmiðillinn féll og kaupmáttur heimilanna í erlendri mynt minnkaði eða að halda genginu og upplifa meira atvinnuleysi segir hann Íslendinga hafa fengið betri niðurstöðu.

Sagði hann að hér á landi hafi velferðarmálin haldið sér nokkuð vel meðan þau lentu í mikilli skerðingu í öðrum löndum. Þá sé viðskiptahallinn enn jafn slæmur og skuldastig þeirra landa sem lentu illa í skuldakreppunni hafi bara farið hækkandi. „Þið eruð allavega ekki með skuldastöðu upp á 200% eins og á Grikklandi,“ segir Pochet.

Kosningarnar komu ekki á óvart

Nokkur umræða hefur skapast um þær breytingar sem urðu á fylgi flokkanna hér á landi í síðustu kosningum. Meðal annars hafa erlendir fjölmiðlar furðað sig á miklum snúningi frá vinstri vængnum yfir á miðjuna og til hægri. Pochet segir þetta ekki koma mikið á óvart.

Hann segir að sem verkalýðsmaður viðurkenni hann alveg að sér finnist furðulegt að fólk færi sig til hægri á stjórnmálaskalanum, en „á sama tíma sér maður svipaða stöðu um Evrópu þar sem mikil óstöðugleiki er í stjórnmálum og fylgi sveiflist á milli hægri og vinstri milli kosninga því enginn virðist finna neinar lausnir sem virka“.

Vantar lýðræðisumræðu í Evrópu

Það sem Pochet telur aðgreina umræðuna hér á landi og í Evrópu er tengingin við lýðræðið, en hann segir fyrirkomulagið mun þyngra í vöfum í Evrópusambandinu. „Ég tel að það hefði átt að vera mun dýpri umræða um lýðræði í Evrópu, en það er mun flóknara og þvingaðra fyrirkomulag þar,“ segir hann. 

Philippe Pochet, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga.
Philippe Pochet, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK