Falla frá VSK hækkun á ferðaþjónustu og endurskoða veiðigjald

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kristinn Ingvarsson

Ný ríkisstjórn ætlar að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir kennitöluflakk og tryggja þannig jafnari samkeppnisstöðu fyrirtækja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þá verður fallið frá því að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu eins og samþykkt hafði verið af fráfarandi ríkisstjórn.

Veiðigjaldið endurskoðað

Þá er tilgreint að lög um veiðigjald verði endurskoðuð og að almennt gjald skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild, en að sérstakt gjald skuli taka mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja.

í stefnuyfirlýsingunni er einnig tekið fram að gera þurfi breytingar á skattalöggjöf sem viðkemur nýsköpun og rannsóknum til að aðilar sem stundi slíka starfsemi geti staðið jafnfætis erlendri samkeppni. Ekki kemur þó fram nákvæmlega hvernig slíkt verði gert, en samhæfa á rekstrargrunna og rekstrarumhverfi ríkisstofnana sem stunda rannsóknir og þróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK