Vígstaðan verði styrkt

mbl.is

Samkvæmt lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Íslög hefur gert er íslenskum yfirvöldum fært að ráðast í margvíslegar breytingar á núverandi lögum og reglum til að styrkja stöðu Íslands gagnvart búum gömlu bankanna enn frekar.

Slíkar breytingar væru til þess fallnar að það þjónaði hagsmunum kröfuhafa að ganga til samninga sem fælu í sér lausn á þeim vanda sem fylgir 800 milljarða krónueign þeirra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Á meðal þeirra úrræða sem stjórnvöld gætu gripið til er að setja inn ákvæði í löggjöfina um að náist ekki að klára nauðasamninga fyrir áramót verði búin sett í greiðsluþrot.

Jafnramt gætu yfirvöld skerpt á gjaldþrotalöggjöfinni um að einungis sé heimilt að greiða úr þrotabúum í krónum og auk þess afnumið undanþágu sem heimilar vaxtagreiðslur til aflandskrónueigenda í gjaldeyri.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag er fjallað um mikilvæg skref sem íslensk stjórnvöld gætu gripið til og þannig styrkt stöðu sína gagnvart erlendum kröfuhöfum samkvæmt túlkun Róberts Wessman forstjóra Alvogen á lögfræðiáliti sem hinn svonefndi Snjóhengjuhópur hefur látið vinna.

Í samtali við Morgunblaðið segir Róbert Wessman að túlkun hópsins á lögfræðiáliti sem unnið hefur verið verði deilt með forsvarsmönnum ríkisstjórnar á næstu dögum en segir að álitið í heild sinni sé trúnaðarmál og verði ekki birt fjölmiðlum að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK