Ísland kann að þurfa takmarkanir við ákveðnum tegundum fjármagnshreyfinga til frambúðar, segir nýr fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur undir orð Bjarna Benediktssonar, samkvæmt frétt Bloomberg.
Bjarni segir í viðtalinu að það sé mögulegt að Ísland þurfi, líkt og fleiri lönd, að viðhalda takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum að einhverju leyti. Eins að takmarkanir verði á því hversu miklum gjaldeyri íslensku bankarnir geti komið upp í erlendum starfstöðvum. Að sögn Bjarna er þetta eðlileg leið í gjaldmiðlastýringu.