Mun verri efnahagshorfur en áður

Forsætisráðherra Danmerkur Helle Thorning-Schmidt
Forsætisráðherra Danmerkur Helle Thorning-Schmidt AFP

Danska ríkisstjórnin hefur dregið verulega úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið og er þetta rakið til samdráttar um heim allan.

Samkvæmt þjóðhagsspá sem birt var í dag er spáð 0,5% hagvexti í ár en í desember var spáð 1,2% hagvexti. Samdráttur hefur mælst reglulega í Danmörku undanfarin ár og hefur fasteignaverð lækkað um 20% frá því efnahagskreppan hófst árið 2008. Eins eru danskir bændur afar skuldsettir vegna slæmra lána sem þeir tóku á sínum tíma.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK