Ný áætlun um losun hafta í september

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir við Bloomberg að hann vonist til …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir við Bloomberg að hann vonist til þess að ný áætlun um losun hafta liggi fyrir í september. Morgunblaðið/Eggert

For­sæt­is­ráðherra von­ast til þess að ný áætl­un um af­nám gjald­eyr­is­hafta liggi fyr­ir í lok sum­ars. Áætl­un­in mun meðal ann­ars byggj­ast á hug­mynd­um Sig­mund­ar Davíðs, en verður ann­ars unn­in í sam­ráði við seðlabank­ann og ráðherra­nefnd. Þetta seg­ir Sig­mund­ur í sam­tali við Bloom­berg-frétta­veit­una.

Sagði hann að ís­lensk stjórn­völd stefndu á að ný áætl­un um af­nám haft­anna lægi fyr­ir í sept­em­ber á þessu ári. „Það mun ekki taka of lang­an tíma að klára verkið,“ hef­ur Bloom­berg eft­ir Sig­mundi.

Þá sagðist Sig­mund­ur „vera með ákveðnar hug­mynd­ir til að leysa“ snjó­hengju­vand­ann, sem hann hygðist ræða við seðlabanka­stjóra um. Neitaði hann að gefa frétta­veit­unni upp hvaða hug­mynd­ir það væru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK