Bók um brotthvarf af evrusvæðinu vinsælust

Wikipedia

Bók sem fjall­ar um það hvers vegna Portúgal ætti að yf­ir­gefa evru­svæðið er í efsta sæti bók­sölu­lista í land­inu um þess­ar mund­ir og skák­ar megr­un­ar­bók­um sem gjarn­an njóta mik­illa vim­sælda og einnig met­sölu­bók­inni Fimm­tíu grá­ir skugg­ar sam­kvæmt frétt banda­ríska viðskipta­blaðsins Wall Street Journal í dag.

Bók­in er eft­ir portú­galska hag­fræðing­inn João Fer­reira do Am­aral og hef­ur að sögn blaðsins kynt enn frek­ar und­ir mik­illi umræðu í Portúgal um efna­hagserfiðleika lands­ins og or­sak­ir þeirra en marg­ir séu þeirr­ar skoðunar að þeirra sé einkum að leita í aðild Portú­gala að evru­svæðinu. Fram kem­ur í frétt­inni að fleiri velti því fyr­ir sér hvort Portúgal eigi mögu­leika á að ná sér á strik efna­hags­lega með evr­una sem gjald­miðil.

Sjálf­ur er Fer­reira do Am­aral þeirr­ar skoðunar að Portúgal eigi enga mögu­leika á því að kom­ast fljótt út úr þreng­ing­un­um inn­an evru­svæðis­ins. „Sem bet­ur fer er þetta mál ekki leng­ur tabú og mikl­ar umræður fara nú fram um það hér heima og er­lend­is. Bók­in hef­ur nú verið prentuð fjór­um sinn­um og hef­ur verið seld í 7.000 ein­tök­um sem þykir mikið í Portúgal þegar um er að ræða bók um hag­fræði.

Ver­an á evru­svæðinu nýt­ur engu að síður mik­ils stuðnings í Portúgal bæði á meðal stjórn­mála­manna og al­menn­ings. Síðasta skoðana­könn­un sem gerða var í land­inu fyr­ir um ári benti til þess að 72% Portú­gala vildu vera áfram á evru­svæðinu en 20% segja skilið við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK