„Eitthvað annað“ mun arðbærara en álið

Álverið í Straumsvík. Dr. Guðbjört Gylfadóttir segir „eitthvað annað“ vera …
Álverið í Straumsvík. Dr. Guðbjört Gylfadóttir segir „eitthvað annað“ vera 2,6 sinnum arðbærara en virkjanir og álversuppbygging þegar mælt sé í vergri þjóðarframleiðslu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Eitt­hvað annað“ er um 2,6 sinn­um arðbær­ara en virkj­an­ir og ál­vers­upp­bygg­ing þegar mælt er í vergri þjóðarfram­leiðslu. Þetta seg­ir Guðbjört Gylfa­dótt­ir, doktor í iðnaðar- og kerf­is­verk­fræði, í opnu bréfi sem hún sendi Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, en mál­efni um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins heyra und­ir hans embætti. Guðbjört bend­ir á að í skýrslu sem Bank of America og Merrill Lynch hafi gert fyr­ir alþjóðlega ráðstefnu málma- og námu­vinnslu, komi fram að nú­ver­andi staða á álmarkaði sé ekki ýkja björt.

Of­fram­boð á áli og hækk­andi fram­leiðslu­kostnaður

Álfram­leiðend­ur þurfa að minnka fram­leiðslu á áli til að koma út á sléttu, en óhag­stæð skil­yrði á markaði gera það að verk­um að fram­leiðslu­kostnaður hef­ur hækkað mikið. Meðal þess sem bent er á í skýrsl­unni er að hækk­andi leigu­verð geymslu­hús­næðis hafi þau áhrif að ál­fyr­ir­tæk­in vilji nú losna við mikl­ar birgðir sem safn­ast hafa upp. Fari svo að losað verði um mikið magn lækk­ar verðið á áli enn frek­ar.

Þá er nú þegar of­fram­boð og seg­ir Guðbjört að álris­inn Alcoa hafi gefið það út að hann ætli að minnka fram­leiðsluna hjá sér úr um 30 millj­ón­um tonna niður í 27 til 28 millj­ón tonn á ári. Raf­magn og aðrir fram­leiðsluþætt­ir hafa einnig hækkað um­tals­vert og önn­ur efni, eins og koltrefjar, ógna stöðu áls­ins.

Álfyr­ir­tæk­in langt frá því að koma út á sléttu

Í dag er verð á áli, miðað við þriggja mánaða fram­virka samn­inga, 1847,5 Banda­ríkja­doll­ar­ar á tonnið. Guðbjört seg­ir að sam­kvæmt grein­ingu hjá Bloom­berg þurfi markaðsverð áls að vera 2182 dal­ir á tonnið til að fram­leiðsla upp á 30 millj­ón tonn komi út á sléttu.

„Þannig að þrátt fyr­ir að ál­verð hækki upp í hæsta verð sem fram­virk­ir samn­ing­ar gera ráð fyr­ir, þá er það ekki nóg til að Alcoa komi út á sléttu miðað við nú­ver­andi fram­leiðslu. Niðurstaðan er sú sama og Alcoa sjálft er búið að kom­ast að, fyr­ir­tækið þarf að fram­leiða minna af áli,“ seg­ir Guðbjört í bréf­inu.

Fáir mæla með fjár­fest­ingu í áli

Þegar all­ir þess­ir þætt­ir eru tekn­ir sam­an seg­ir Guðbjört að fáir mæli með fjár­fest­ing­um í ál­fyr­ir­tækj­um. Þannig sé Alcoa gef­in hlut­laus fjár­fest­inga­ein­kunn í fyrr­nefndri skýrslu. Aft­ur á móti hafi þrír grein­ing­araðilar nú í maí metið stöðu fyr­ir­tæk­is­ins þannig að það standi ekki und­ir vænt­ing­um eða að selja eigi hluta­bréf í því. Þá hafi mats­fyr­ir­tækið Moo­dy‘s til­kynnt í des­em­ber að það íhugi að setja skuld­bind­ing­ar Alcoa í rusl­flokk, en í dag er það í flokki Baa3 með nei­kvæðum horf­um.

Skýr­ir erfiðleika í samn­ing­um vegna Helgu­vík­ur

Hún seg­ir að í ljósi þess­ar­ar stöðu skuli ekki neinn undra að samn­ing­ar hafi ekki náðst á milli Lands­virkj­un­ar og Norðuráls vegna raf­magnsverðs. „Ef Alcoa, sem er miklu stærra en Norðurál og nær þ.a.l. betri sam­legðaráhrif­um ætl­ar að draga sam­an segl, þyrfti Norðurál helst að fá borgað með raf­magn­inu sem það þarf til álfram­leiðslunn­ar svo það borgaði sig að stækka Helgu­vík.“

2,6 sinn­um arðbær­ara að gera „bara eitt­hvað annað“

Þá bend­ir hún á að sam­kvæmt McKins­ey skýrsl­unni sé um 81% af raf­orku­fram­leiðslu Íslend­inga notað í málmiðnað og 24% af vergri þjóðarfram­leiðslu séu til­kom­in vegna auðlinda­nýt­ing­ar (fiskiðnaðar, orku­fram­leiðslu og málmiðnaðar). Aft­ur á móti séu það  aðeins 15% þeirra sem virk­ir eru á vinnu­markaði sem hafi at­vinnu af auðlindaiðnaðinum.

Þetta þýðir sam­kvæmt Guðbjörtu að á bakvið hvern og einn starfs­mann í auðlindaiðnaðinum séu 58 millj­ón­ir í fjár­fest­ingu en 12,5 millj­ón­ir í fjár­fest­ingu á bakvið störf í öðrum geir­um. Þá fást ein­ung­is 250 millj­ón­ir af vergri þjóðarfram­leiðslu fyr­ir hvern millj­arð í fjár­fest­ingu í auðlindaiðnaði, en það fást 650 millj­ón­ir af þjóðarfram­leiðslu fyr­ir hvern millj­arð í öll­um öðrum grein­um að meðaltali. Seg­ir hún að það sé því um 2,6 sinn­um arðbær­ara að gera „bara eitt­hvað annað“ en að virkja og reisa ál­ver.

Bréf Guðbjart­ar í heild sinni á Face­book-síðu henn­ar

Frétt mbl.is: „Nán­ast allt byggt á mis­skiln­ingi“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK