Áfram skuggar yfir spænsku efnahagslífi

Margir Spánverjar hafa fengið sig fullsadda af ástandinu heima fyrir
Margir Spánverjar hafa fengið sig fullsadda af ástandinu heima fyrir AFP

Staða Spán­ar batn­ar lítið næstu mánuðina ef marka má nýja þjóðhags­spá Seðlabanka Spán­ar. Þar kem­ur fram að sam­drátt­ur muni ríkja á Spáni á öðrum árs­fjórðungi en at­vinnu­laus­um fjölg­ar hæg­ar en áður.

Þegar eigna­ból­an sprakk á Spáni árið 2008 sigldi þetta fjórða stærsta hag­kerfi evru­svæðis­ins hratt og fast inn í djúpa efna­hags­lægð. Síðan þá hafa millj­ón­ir starfa glat­ast og bank­ar sitja uppi með ónýt lán.

Lands­fram­leiðslan dróst sam­an um 0,5% á fyrsta árs­fjórðungi og er það sjö­undi árs­fjórðung­ur­inn í röð þar sem sam­drátt­ur rík­ir í spænsku efna­hags­lífi. Á síðustu þrem­ur mánuðum síðasta árs nam sam­drátt­ur­inn 0,8%.

Á fyrsta árs­fjórðungi mæld­ist at­vinnu­leysið 27,16% og hef­ur ekki verið svo mikið frá frá­falli ein­ræðis­herr­ans Franciscos Franco árið 1975.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabanka Spán­ar rík­ir nú meiri bjart­sýni meðal spænsks al­menn­ings og er það rakið til þess að at­vinnu­laus­um fjölg­ar hæg­ar nú en áður.

Sam­kvæmt þjóðhags­spá spænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar mun sam­drátt­ur­inn nema 1,3% í ár eft­ir 1,37% sam­drátt í fyrra. At­vinnu­leysið mun mæl­ast 27,1% í ár.

Yfir 27% spænsku þjóðarinnar er án atvinnu
Yfir 27% spænsku þjóðar­inn­ar er án at­vinnu AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK