Allt netinu að kenna

Talsmaður Danske  bank í Finn­landi, Timo J. Anttila, seg­ir að ástæðan fyr­ir því að bank­inn ætli að loka tæp­lega helm­ing allra úti­búa sinna í Finn­landi sé sú að fólk hafi fært viðskipti sín við banka úr úti­bú­um á netið.

Danske bank er með 85 úti­bú í Finn­landi en nú stend­ur til að loka 37 úti­bú­um. Anttila seg­ir að þegar hafi verið til­kynnt um lok­un 20 úti­búa. Ekki sé vitað á þess­ari stundu hversu marg­ir starfs­menn danska bank­ans í Finn­landi missa vinn­una. Í mars var til­kynnt um að Danske bank myndi fækka starfs­mönn­um í Finn­landi um 195 í ár.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að ein­ung­is 1% af dag­leg­um viðskipt­um fólks við banka fari fram í úti­bú­um þar sem mun al­geng­ara er að fólk eigi viðskipti á net­inu og í gegn­um banka­kort.

Hagnaður Danske Bank tæp­lega tvö­faldaðist á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra en hagnaður­inn var samt sem áður und­ir mark­miðum bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK