Sala Vodafone vekur spurningar

Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið.
Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið.

Fjár­fest­um og verðbréfamiðlur­um sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við þykir afar óheppi­legt að Fram­taks­sjóður Íslands hafi selt 19,4% hlut í Voda­fo­ne þann 2. apríl sl., fyrsta viðskipta­dag eft­ir að fyrsta árs­fjórðungi lauk.

Á fimmtu­dag­inn birti Voda­fo­ne árs­fjórðungs­upp­gjör sem var und­ir vænt­ing­um og lækkuðu bréf­in um 7,6%. Bréf­in lækkuðu um 4,3% í gær, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Þór Hauks­son, starfsmaður Fram­taks­sjóðsins var stjórn­ar­formaður Voda­fo­ne, þegar sal­an fór fram. Þetta vek­ur spurn­ing­ar um hve mikið sjóður­inn vissi um rekst­ur Voda­fo­ne, segja viðmæl­end­ur blaðsins. Eft­ir söl­una átti sjóður­inn ekk­ert í fjar­skipta­fé­lag­inu og vék Þór úr stjórn á aðal­fundi sem var 11. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka