Fjárfestar hækka fasteignaverð vestanhafs

Húsnæði í Bandaríkjunum hefur hækkað á síðustu árum, en það …
Húsnæði í Bandaríkjunum hefur hækkað á síðustu árum, en það er aðallega drifið áfram af kaupum fjárfestingasjóða. AFp

Það eru aðallega stórir fjárfestar frá Wall Street sem hafa orsakað hækkun á fasteignaverði í Bandaríkjunum síðustu misserin, en fjárfestingasjóðir hafa staðið undir gríðarlega miklum uppkaupum á svæðum sem urðu verst fyrir barðinu á fjármálakrísunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, en sjóðir eins og Blackstone Group hafa keypt tugi þúsunda heimila á undanförnum mánuðum.

Segir í umfjölluninni að fyrir krísuna þá hafi það verið fjármálafyrirtækin á Wall Street sem hafi ýtt undir bólumyndun með því að lána ódýrt og ótraust, en nú séu stóru fyrirtækin einnig að ýta upp verðinu, en í þetta skiptið með að kaupa sjálf eignirnar.

Mörg hundruð milljón dalir í kaup í hverjum mánuði

Stærstu sjóðirnir á þessum markaði eru til dæmis Blackstone Group sem hefur keypt um 26 þúsund eignir og Colony Capital sem fjárfestir fyrir um 250 milljón dali á mánuði og á nú þegar yfir 10 þúsund eignir. 

New York Times segir að þessir stóru kaupendur hafi ýtt upp verðinu á svæðum sem urðu illa úti í krísunni og telja margir að með þessu sé stigið fyrsta skrefið í uppbyggingu á þessum svæðum. Aðrir eru þó áhyggjusamir og benda á að svona stórir fjárfestingasjóðir séu ekki að hugsa um þetta sem langtímafjárfestingar og að þeir muni fara út strax og þeir telja að húsnæðisverð hafi hækkað nægjanlega mikið og að hagnaður sé orðinn ásættanlegur.

Hindrar fyrstu kaup

Í apríl voru 68% af heimilum sem eru á svæðum sem urðu illa út seld til fjárfestingasjóða, en aðeins um 19% til þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu eign. Þetta hefur ýtt verðinu mikið upp og segja sérfræðingar að það hindri einstaklinga í því að koma upp fyrstu íbúð. Þá telja sumir að hámarkinu sé nú þegar náð, en sala á eignum í Phoenix til fjárfestingasjóða dróst saman um 10 prósentustig í mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK