Litlar hömlur skapa tækifæri

John Sechrest, stjórnandi Seattle Angel Conference.
John Sechrest, stjórnandi Seattle Angel Conference. mbl.is/Styrmir Kári

Hér á landi eru litl­ar höml­ur á því hvernig megi fjár­festa í óskráðum fyr­ir­tækj­um og venju­leg­ir ein­stak­ling­ar hafa sama aðgang að þess­um mögu­leika og stór­ir sjóðir. Þetta er mikið tæki­færi og ætti að nýta bet­ur. Þetta sagði John Sechrest, stjórn­andi Seattle Ang­el Con­f­erence, í fyr­ir­lestri á ráðstefn­unni Startup Ice­land í Hörp­unni í dag.

Hann stýr­ir stofn­un sem safn­ar sam­an 20 til 40 fjár­fest­um í hvert skipti og kynn­ir fyr­ir þeim  40 til 60 frum­kvöðlaverk­efni sem eru í gangi og eru að leita að fjár­fest­ingu. Í lok­in eru val­in um 6 verk­efni og 5.000 Banda­ríkja­doll­ar­ar eru sett­ir í verk­efnið frá hverj­um fjár­festi. Með þessu skap­ast grund­völl­ur fyr­ir engla­fjár­festa til að dreifa áhætt­unni og taka þátt í fjár­fest­ing­um með litl­um fjár­mun­um. 

Hann tók þó sér­stak­lega fram að engla­fjár­fest­ing­ar eru áfram mjög áhættu­sam­ar fjár­fest­ing­ar, en í Banda­ríkj­un­um tapa fjár­fest­ar pen­ing­um á um 50% slíkra verk­efna. Aft­ur á móti get­ur hagnaður­inn orðinn tölu­vert mik­ill hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem geng­ur vel, en það get­ur verið í kring­um 20% af verk­efn­un­um.

Hann nefndi að í Banda­ríkj­un­um þyrftu ein­stak­ling­ar að geta sýnt fram á ákveðna eigna­stöðu til að geta fjár­fest í óskráðum fyr­ir­tækj­um, en hér væru ekki slík­ar höml­ur og það væri tæki­færi til þess að koma fót­um bet­ur und­ir frum­kvöðla­starf­semi og bjóða fjár­fest­um upp á áhuga­verðar fjár­fest­ing­ar.

Frá Startup Iceland ráðstefnunni í Hörpu í dag.
Frá Startup Ice­land ráðstefn­unni í Hörpu í dag. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK