Microsoft hefur valið hugbúnaðarfyrirtækið Annata „Samstarfsaðila ársins á Íslandi 2013“, en Microsoft veitir þessa viðurkenningu þeim aðila sem skarað hefur fram úr í framboði og þjónustu á lausnum sem byggjast á vörum fyrirtækisins.
„Annata er vel að þessum verðlaunum komið og við óskum starfsmönnum þess innilega til hamingju. Samstarf Microsoft og Annata hefur verið einstaklega ánægjulegt fyrir okkur hjá Microsoft og Annata er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur alla burði til frekari sigra hérlendis sem og erlendis.“ Segir Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Hjá Annata starfa nú 70 starfsmenn og eru þeir staðsettir á Íslandi, Svíþóð, Danmörku, Englandi og nú síðast í Malasíu. Í höfuðstöðvum félagsins á Íslandi starfa 35 manns við þróun á vörum Annata og þjónustu við viðskiptavini félagsins hér á landi. Stærstur hluti tekna félagsins verður engu að síður til erlendis