Ari Edwald vill til LÍÚ

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra LÍÚ.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra LÍÚ. Ómar Óskarsson

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sækist eftir starfi framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna, þó hann hafi ekki sótt um það formlega. Þetta kemur fram í frétt vb.is um málið, en þar er sagt frá því að menn handgengnir Ara hafi haft samband við stjórnarmenn LÍÚ og sagt frá áhuga Ara á starfinu.

Ari hefur verið forstjóri 365 miðla frá því 2006. Á síðustu misserum hafa orðið nokkrar mannabreytingar hjá fyrirtækinu, en meðal annars hafa blaðamennirnir Þórður Snær Júlíusson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins og Magnús Halldórsson, viðskiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, sagt upp.

Þá sagði einni Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 upp í síðustu viku í kjölfar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. Magnús hafði aftur á móti gagnrýnt afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af ritstjórn miðlanna. Jón er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda 365.

Í fyrrgreindum skipulagsbreytingum voru ritstjórn Fréttablaðsins og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sameinaðar í eina fréttastofu 365. Var Mikael Torfason gerður að aðalritstjóra 365 miðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka