Auknar olíubirgðir valda lækkun á markaði

AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í dag en lækkunin var minni en vænta mátti vegna óróans í Tyrklandi. Helsta ástæða lækkunarinnar eru auknar olíubirgðir í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí hefur lækkað um 17 sent og er 103,32 Bandaríkjadalir tunnan.

Í New York hefur verð á WTI hráolíu lækkað um 32 sent og er 95,56 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK