Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í dag en lækkunin var minni en vænta mátti vegna óróans í Tyrklandi. Helsta ástæða lækkunarinnar eru auknar olíubirgðir í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims.
Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí hefur lækkað um 17 sent og er 103,32 Bandaríkjadalir tunnan.
Í New York hefur verð á WTI hráolíu lækkað um 32 sent og er 95,56 dalir tunnan.