Kaupa hlut Höllu að mestu

Ármann Þorvaldsson
Ármann Þorvaldsson

Fjárfestahópur undir forystu Ármanns Þorvaldssonar hefur keypt meginþorra eignarhluta Höllu Tómasdóttur í Auði Capital. Ásamt Ármanni eru þeir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Guðjón Reynisson, forstjóri leikfangaverslunarinnar Hamleys, hluti af fjárfestahópnum með Bretanum Ian Stewart. 

Ármann er fyrrverandi forstjóri breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Halla Tómasdóttir stofnaði sem kunnugt er Auði Capital árið 2008 ásamt Kristínu Pétursdóttur, nú stjórnarformanni en áður forstjóra félagsins. Halla átti um 15% hlut í félaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt HT Capital.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur hópurinn undir forystu Ármanns eignast um 10% hluta þess sem áður var í eigu Höllu. Aðrir hluthafar Auðar Capital hafa keypt 5% sem Halla átti áður.

Þeir Ármann og Kjartan eru ekki að ganga saman í fyrsta sinn með kaupum á hlutabréfum í Auði Capital en sem kunnugt er keyptu þeir ásamt fleirum hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) nýverið í gegnum fjárfestingafélagið Jöká. Þá gerðust þeir Ármann og Kjartan sömuleiðis hluthafar í BF-útgáfu sem rekur útgáfufélögin Bókafélagið og Almenna bókafélagið. Fyrirtækin hafa gefið út bækur af ýmsum toga, s.s. Undirstöðuna eftir Ayn Rand, Íslenskir kommúnistar eftir Hannes Hólmstein Gissurarson og bókina um Lága kolvetnis lífsstílinn.

Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital
Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, stofnendur Auður Capital
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK